Viltu kaupa eða selja verðbréf?

Í Netbanka Íslandsbanka getur þú keypt og selt íslensk hlutabréf. Einnig hefurðu þar aðgang að fjölbreyttu úrvali skuldabréfasjóða, hlutabréfasjóða og blönduðum sjóðum frá Íslandssjóðum hf.

Tilboð sem þú leggur inn í Netbankann fer beint inn í viðskiptakerfi hjá Kauphöll og þú getur þannig fylgst með stöðu þeirra í rauntíma. Þú getur keypt í sjóðum hvenær sem er og það er einfalt að skrá sig í reglulega áskrift og byggja þannig upp sparnað á þægilegan hátt. 

Kostir verðbréfaviðskipta í Netbanka

Að stunda verðbréfaviðskipti í Netbanka hefur fjölda kosta í för með sér. 

  • Rauntímastaða á hlutabréfatilboðum
  • Alltaf opið - hægt að leggja inn sjóðapantanir allan sólarhringinn
  • Betri kjör - afsláttur af viðskiptaþóknun*
  • Einfalt viðmót - fullkomin yfirsýn

Þar að auki er hægt að skoða yfirlit, kvittanir og margt fleira.

Verðbréf í Netbanka

* Samkvæmt Verðskrá verðbréfaþjónustu er í Netbanka veittur 25% afsláttur af viðskiptaþóknun íslenskra hlutabréfa og 10% afsláttur af upphafsgjaldi vegna kaupa í sjóðum Íslandssjóða hf. Ekkert afgreiðslugjald er innheimt af sjóðaviðskiptum í Netbanka og veittur er helmingsafsláttur af sama gjaldi fyrir hlutabréf.

Verðbréfayfirlit í Appinu

Með Íslandsbanka Appinu færðu fullkomna yfirsýn yfir stöðuna á sparnaðinum þínum og öðrum eignum sem eru í umsjá Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Íslandsbanka. 

Meðal annars:

  • Eignayfirlit
  • Verðbreytingar á hlutabréfum
  • Yfirlit yfir kaup og sölu á verðbréfum
  • Ávöxtun verðbréfa

Sækja Appið fyrir iPhone  Sækja Appið fyrir Android

Netbankaaðgangur 

Einstaklingar geta gengið frá samningi um viðskipti með fjármálagerninga í Netbanka Íslandsbanka með því að velja: Verðbréf > Viðskipti > Kaup og sala, og samþykkja þar skilmála samnings með notendanafni og lykilorði. 

Samþykktarferli Netbanka

Panta ráðgjöf

Einstaklingar og lögaðilar sem ekki eru með Netbanka hjá Íslandsbanka geta gengið frá samningi um viðskipti með fjármálagerninga í næsta útibúi Íslandsbanka og hjá ráðgjöfum í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu í Norðurturni.

Panta ráðgjöf

Almennur fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.