Fyrir hverju vilt þú spara?

Hvort sem þú ert að hefja sparnað eða hugsa um að ávaxta fjármuni sem þú átt í dag þá geta ráðgjafar í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu aðstoðað þig.

Þegar kemur að sparnaði og fjárfestingum er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga. Þau eru meðal annars tilgangur sparnaðar, tímalengd sparnaðar sem og áhættuþol.

Reglulegur sparnaður hjálpar þér að láta drauma þína rætast. Með því að leggja til hliðar mánaðarlega verður sparnaður hluti af útgjöldunum og áður en þú veist af hefurðu byggt upp góðan sjóð.

Kaupa í sjóði Kaupa áskrift að sjóðum

Kostir þess að spara í sjóðum

  • Góð eignadreifing - Dregur úr áhættu
  • Virk eignastýring - Láttu sérfræðinga vakta og stýra sparnaðinum
  • Engin binding - Sjóðir eru ávallt lausir til innlausnar
  • Skattalegt hagræði - Skattgreiðslu er frestað fram að úttekt
  • Tímasparnaður - Við sjáum um vinnuna

Kaupa áskrift að sjóðum

Við bjóðum upp á

Viltu gera þetta sjálf(ur)?

Það er auðvelt að kaupa í sjóðum í Netbankanum. Þú gerir það með nokkrum léttum smellum.

Netbanki

Viltu ráðgjöf?

Ef þig vantar aðstoð þá geta ráðgjafar okkar hjálpað þér að finna bestu leiðina. Pantaðu ráðgjöf og komdu í heimsókn.

Panta ráðgjöf

Verðbréfayfirlit í Appinu

Með Íslandsbanka Appinu færðu fullkomna yfirsýn yfir stöðuna á sparnaðinum þínum og öðrum eignum sem eru í umsjá Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Íslandsbanka.

Meðal annars:

  • Eignayfirlit
  • Verðbreytingar á hlutabréfum
  • Yfirlit yfir kaup og sölu á verðbréfum
  • Ávöxtun verðbréfa

Sækja Appið fyrir iPhone  Sækja Appið fyrir Android

Almennur fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.

Gengisþróun og ávöxtun

Ávöxtun fjárfestingarleiða undir einu ári er ekki reiknuð á ársgrundvelli heldur er um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun fjárfestingarleiða yfir lengri tímabil en eitt ár er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar fjárfestingarleiðar miðast við síðasta skráða gengi. Ávöxtun er reiknuð í grunnmynt viðkomandi fjárfestingarleiðar.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.