Vertu með sparnaðinn í áskrift

Til þess að verða meistari í sparnaði þarf hann að vera reglulegur og sjálfvirkur, í raun eins og þú sért að borga reikning um hver mánaðarmót.
Drífðu í að velja sparnaðarleið sem þér hentar og horfðu á upphæðina vaxa og dafna.

Hægt er að skrá reglubundinn sparnað á sparnaðarreikninga og sjóði. 

Fyrir hverju ert þú að spara?

Varasparnaður

Varasparnaðurinn er hugsaður til þess að mæta ófyrirséðum útgjöldum, fjárhagslegum áföllum og geta gripið óvænt tækifæri.

Neyslusparnaður

Neyslusparnaðurinn er hugsaður til að eiga fyrir þeim hlutum sem maður vill verja peningunum sínum, til dæmis draumafríinu eða nýju hjóli.

Langtímasparnaður

Með langtímasparnaði leggur þú grunninn til framtíðar. Þar á meðal er sparnaður fyrir íbúð, ávöxtun í verðbréfasjóði og séreignasparnaður.

Skráðu reikninginn í reglulegan sparnað

Stofnaðu sparnaðarreikning og skráðu þig í reglulegan sparnað með sjálfvirkum millifærslum. Gakktu frá málunum með auðveldum hætti í Netbankanum þínum.

Hvaða reikningur hentar mér?

  • Varasparnaður – Vaxtasproti
  • Neyslusparnaður –  Vaxtaþrep
  • Langtímasparnaður – Sparileið

Skráðu þig í áskrift í sjóðum

Í Netbanka Íslandsbanka getur þú keypt og skráð þig í áskrift í sjóðum. Það eina sem þú þarft er að vera með vörslusamning.

Ekki örvænta því það er auðvelt að ganga frá því sjálfur í Netbankanum. Þú smellir á hnappana hér til hægri sem opna Netbankann og þar gengur þú frá vörslusamningi og getur síðan strax verslað í sjóðum.

Hvaða sjóður hentar mér?

  • Varasparnaður - IS Lausafjársafn (1 vika+)
  • Neyslusparnaður - IS Veltusafn (3 mán+)
  • Langtímasparnaður - IS Ríkisskuldabréf meðallöng (2 ár+), IS Hlutabréfasjóður (5+ ár) eða IS Einkasöfn (2-5 ár)

Dæmi um sjóði fyrir reglulegan sparnað

Almennur fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.

Gengisþróun og ávöxtun

Ávöxtun fjárfestingarleiða undir einu ári er ekki reiknuð á ársgrundvelli heldur er um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun fjárfestingarleiða yfir lengri tímabil en eitt ár er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar fjárfestingarleiðar miðast við síðasta skráða gengi. Ávöxtun er reiknuð í grunnmynt viðkomandi fjárfestingarleiðar.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.