Viðskiptastjórar

Viðskiptavinir hafa sinn eigin viðskiptastjóra sem þeir geta leitað til hvenær sem þeim hentar í gegnum tölvupóst, síma eða með fundum.

Viðskiptastjórar Fagfjárfestaþjónustunnar hafa aðgang að teymi fagmanna innan Íslandsbanka. Þessi starfshópur er í samskiptum við innlenda og erlenda sérfræðinga sem leggja mat á einstaka markaði og horfur í hagkerfinu. Byggt er á þessu mati og upplýsingum þegar fjárfestingarkostir eru metnir.

Ráðgjöf Fagfjárfestaþjónustu er víðtæk og lýtur ekki eingöngu að fjárfestingum heldur einnig að annarri fjármálaumsýslu. Viðskiptastjórinn er tengiliður viðskiptavinar við Íslandsbanka og njóta viðskiptavinir Fagfjárfestaþjónustu bestu kjara og fríðinda sem bankinn býður hverju sinni.