Reynsla og góð þjónusta

Fagfjárfestaþjónusta Íslandsbanka er sérsniðin fyrir lífeyrissjóði, aðra smærri sjóði, stofnanir og fyrirtæki. Reyndustu sérfræðingar okkar í eignastýringu sjá um að sníða þjónustuna að þörfum hvers viðskiptavinar.

Viðskiptastjórar Fagfjárfestaþjónustu taka mið af aðstæðum viðskiptavinar og þjónustustig er ákveðið í samráði við hann. Boðið er upp á þrjár þjónustuleiðir: Eignastýringarþjónustu, vörsluþjónustu og sérfræðiráðgjöf og greiningu.

Viðskiptavinir Fagfjárfestaþjónustu geta valið að stýra söfnum sínum sjálfir með sérfræðiaðstoð og ráðgjöf frá viðskiptastjóra eða mótað fjárfestingarstefnu sína með fjárfestingarstjóra, sem stýrir svo eignasafninu innan marka stefnunnar.

 

Helstu kostir:

  • Reyndur viðskiptastjóri annast alla þjónustu
  • Rík áhersla á persónuleg tengsl og góða upplýsingagjöf
  • Sérsniðnar skýrslur og yfirlit um ávöxtun, árangur og áhættugreiningu
  • Aðstoð við mótun fjárfestingarstefnu
  • Fagleg ráðgjöf sérfræðinga
  • Aðgangur að fjölbreyttu úrvali innlendra og erlendra verðbréfa*
  • Fullur trúnaður um viðskipti.

* Viðskipti með erlenda fjármálagerninga er háð lögum og reglum á hverjum tíma

Af hverju Fagfjárfestaþjónusta?

1. Reynsla

Sérfræðingar okkar hafa áralanga reynslu af eignastýringu og sjá um að sníða þjónustuna að þínum þörfum.

2. Viðskiptastjóri

Þú færð þinn eigin viðskiptastjóra sem þú getur leitað til eftir þörfum.

3. Sérhæfð þjónusta

Við bjóðum upp á sérhæfða þjónustu á borð við eignastýringu, sérfræðiráðgjöf og vörsluþjónustu.

Eignastýring

Eignastýring hentar viðskiptavinum sem vilja að sérfræðingar stýri verðbréfasafni þeirra samkvæmt fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu.

Sérfræðiráðgjöf

Þjónustan hentar viðskiptavinum sem vilja sjálfir sjá um ákvarðanatöku og stýringu eignasafnsins en nýta til þess sérfræðiþekkingu starfsmanna VÍB og fá reglulega upplýsingar um þróun og horfur á mörkuðum.

Vörsluþjónusta

Vörsluþjónusta hentar þeim sem vilja hafa eignir sínar í vörslu hjá Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Íslandsbanka. Í boði eru ítarleg skýrslugjöf og greiningar á eignasöfnum eftir þörfum hvers viðskiptavinar.

Viltu að ráðgjafi hafi samband?

Fylltu út formið og ráðgjafi í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu hefur samband um hæl.

Almennur fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.