Verðbréfa- og lífeyrisþjónusta Íslandsbanka getur aðstoðað þig við kaup og sölu á erlendum verðbréfum

Erlendar fjárfestingar 

Verðbréfa- og lífeyrisþjónusta Íslandsbanka hefur áratugalanga reynslu af verðbréfaviðskiptum á erlendum mörkuðum og er í samstarfi við stærstu eignastýringaraðila heims.

Hjá Íslandsbanka er hægt að kaupa í sjóðunum Einkasafn Erlent (USD), Einkasafn Erlent (ISK) og Heimssafn en þeir fjárfesta eingöngu á erlendum mörkuðum. Einnig er hægt að fjárfesta í sjóðum samstarfsaðila ásamt því að kaupa og selja stök erlend bréf. 

Frekari upplýsingar veita ráðgjafar í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu í síma 440 4900 eða á netfangið verdbref@islandsbanki.is.

Sjá nánar um lög og reglur um gjaldeyrismál á vef Seðlabanka Íslands.

Erlent sjóðaúrval

Vanguard sjóðir
Verðbréfasjóðir
fjárfestingartími: 5 ár+

Íslandsbanki er samstarfsaðili The Vanguard Group og býður viðskiptavinum sínum upp á þrjá af þeirra helstu vísitölusjóðum.

  • Vanguard Global Stock Index Fund
  • Vanguard European Stock Index Fund
  • Vanguard U.S. 500 Stock Index Fund

Vanguard er stærsta fyrirtækið í stýringu verðbréfasjóða í Bandaríkjunum.

Helstu samstarfsaðilar á erlendum mörkuðum

Vanguard er stærsta sjóðafyrirtæki í Bandaríkjunum þar sem mikil áhersla er lögð á að lágmarka kostnað.
BlackRock er stærsta eignarstýringarfyrirtæki í heimi með starfsemi um allan heim.
Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir, sem leitt geta til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóðum. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst því almennt vera áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Athygli skal vakin á að áhætta af fjárfestingu eykst samfara fjármögnun fjárfestingarinnar með lánsfé. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða, sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóðanna. Upplýsingar um sjóðina eru fengnar af vefsíðu rekstrarfélags sjóðanna, www.islandssjodir.is, þar má einnig nálgast útboðslýsingu og lykilupplýsingar.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.