Láttu okkur sjá um fjármálin

Einkabankaþjónusta Íslandsbanka býður upp á sérsniðna fjármálaþjónustu fyrir efnameiri einstaklinga og félög sem vilja afburðaþjónustu, fagleg vinnubrögð og langtímaárangur. 

Ráðgjöfin tekur mið af aðstæðum þínum og þekkingu á fjármálamörkuðum. Þannig bjóðum við upp á tvær leiðir, annars vegar eignastýringu, þar sem viðskiptastjóri sér um að halda utan um eignasafn þitt í samræmi við fjárfestingastefnu sem þið ákveðið í sameiningu og hins vegar fjárfestingarráðgjöf þar sem þú færð ráðgjöf sem hentar þínum aðstæðum og þú tekur ákvarðanir á grundvelli þeirrar ráðgjafar.

Helstu kostir:

  • Þú færð þinn eigin viðskiptastjóra
  • Persónuleg tengsl og góð upplýsingagjöf
  • Bestu kjör og fríðindi sem Íslandsbanki býður
  • Greining á mögulegum tækifærum á fjármálamörkuðum
  • Regluleg fréttabréf og fræðsla
  • Aðgangur að fjölbreyttu úrvali innlendra og erlendra fjármálagerninga*
  • Fullur trúnaður um viðskipti.

 * Viðskipti með erlenda fjármálagerninga er háð lögum og reglum á hverjum tíma

Af hverju Einkabankaþjónusta?

1. Sérhæfð þjónusta

Persónuleg þjónusta sérsniðin að þínum þörfum þegar kemur að eignum og sparnaði.

2. Ávöxtun

Við ávöxtum sparnaðinn og þú nýtur bestu kjara sem í boði eru.

3. Njóttu sparnaðarins

Þú nýtur lífsins áhyggjulaust á meðan við sjáum um vinnuna fyrir þig.

Eignastýring

Ef þú vilt að sérfræðingar Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu sjái alfarið um eignasafn þitt þá er eignastýring góður kostur. Við sjáum um að fjárfesta fyrir þig samkvæmt fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu sem við ákveðum í sameiningu þar sem m.a. er horft til aldurs, markmiða og áhættu.  

Fjárfestingarráðgjöf

Ef þú ert vanur því að sýsla með peninga og fjárfestingar þá gæti fjárfestingarráðgjöf hentað þér. Fjárfestingarráðgjöf er þjónusta fyrir viðskiptavini sem hafa mikla þekkingu á fjármálamörkuðum og vilja taka virkan þátt í fjárfestingarákvörðunum

Viltu að ráðgjafi hafi samband?

Fylltu út formið og ráðgjafi í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu hefur samband um hæl.

Almennur fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.