Menningarsjóður VÍB hefur það markmið að efla menningu og listir.

Stjórn sjóðsins er skipuð fjórum aðilum, tilnefndum af VÍB, sem fara yfir umsóknir og ákveða úthlutun styrkja.

Sjóðurinn auglýsir eftir umsóknum að vori og hausti, en hægt er að sjá auglýsingar undir fréttasíðu VÍB.

Menningarsjóðurinn veitir styrki frá kr. 250.000  til kr. 1.000.000. 

Sjóðurinn styrkir að jafnaði aðeins fagfólk, eða hópa fagfólks, í listum og menningu en auk þess getur sjóðurinn veitt einn styrk á ári til afburðanemanda í listgrein.

Stjórnina skipa

  • Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða
  • Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka
  • Ragnhildur Gísladóttir, tónskáld

Úthlutunarreglur Menningarsjóðs VÍB voru samþykktar af stjórn í mars 2016.

Stjórn sjóðsins mun úthluta styrk að jafnaði tvisvar á ári til verkefna og auglýsir eftir umóknum samkvæmt úthlutunarreglum

Fyrirspurnir sendist á netfangið: menningarsjodur@vib.is