Valmynd

Skipulagsbreytingar á VÍB

VÍB eignastýringarþjónusta hefur sameinast öðrum sviðum Íslandsbanka en skipulagsbreytingar voru gerðar í bankanum á dögunum. Eignastýringarþjónusta mun því vera hluti af annarri bankaþjónustu til viðskiptavina. Viðskiptavinir VÍB munu áfram halda sínum tengiliðum vegna eignastýringarþjónustu en þeir tengiliðir halda sömu netföngum og áður. Með þessum breytingum verður hægt að veita viðskiptavinum alhliða fjármálaþjónustu á einum stað og enn betri þjónustu.

Starfsmenn eignastýringarþjónustu eru nú til húsa í Norðurturni, Hagasmára 3 í höfuðstöðvum Íslandsbanka.
Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við þjónustuver bankans 440-4000 eða í síma eignastýringarþjónustu, 440-4900.