Valmynd

Upptaka frá fundi VÍB um arðsemi orkuútflutnings

Í gær hélt VÍB áhugaverðan fund um arðsemi útflutnings orku frá Íslandi. Ola Borten Moe, fyrrverandi orkumálaráðherra Noregs, hélt framsögu um reynslu Norðmanna í þeim efnum og greindi Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra frá stöðu mála hér heima. Fundarstjórn var í höndum Elínar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VÍB.

Að lokinni framsögu Ola Borten hófust pallborðsumræður en í pallborði sátu, auk Ola Borten og Ragnheiðar Elínar þeir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar og Ketill Sigurjónsson framkvæmdastjóri Askja Energy Partners. Hjörtur Þór Steindórsson forstöðumaður í orkuteymi Íslandsbanka stýrði umræðum.

Um 170 manns fyldust með fundinum í Norðurljósasal Hörpu og tæplega 1.700 manns fylgdust með beinni útsendingu á vib.is og visir.is.

Smelltu hér til að horfa á upptöku frá fundinum.

Eins og áður segir var Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þátttakandi í pallborðsumræðum. Við hittum Ragnheiði Elínu eftir fundinn og spurðum hana m.a. annars um hvort lagning sæstrengs sé raunhæf framkvæmd.