Um VÍB

Við byggjum upp sparnað með þér

VÍB hjálpar þér að byggja upp og viðhalda almennum sparnaði, aðstoðar við kaup og sölu á verðbréfum og þjónustar fólk við uppbyggingu á lífeyrissparnaði. 

Við erum með viðskiptavini af öllum stærðum og gerðum - allt frá almennum sparifjáreigendum til fagfjárfesta - og erum einn af öflugustu aðilunum á íslenskum eignastýringarmarkaði með hundruð milljarða króna í okkar umsjá fyrir tugi þúsunda viðskiptavina.

Starfsmenn VÍB búa yfir fjölbreyttri menntun og þekkingu á fjármálamarkaði.

Helstu samstarfsaðilar VÍB á sviði sjóðastýringar eru Íslandssjóðir, Vanguard, BlackRock og DNB.

Einkunnarorð VÍB eru: Fagmennska og fræðsla

Hvar finnurðu okkur?

Við erum til húsa í Hagasmára 3 í Kópavogi og er opið frá 9:00-16:00 alla virka daga. Þar að auki er hægt að fá upplýsingar um þjónustu VÍB í öllum útibúum Íslandsbanka.

Hægt er að bóka tíma hjá VÍB í síma 440-4900 eða með tölvupósti á vib@vib.is, panta ráðgjöf á vefnum eða hafa samband við okkur á Facebook og Twitter.

 

Verum vinir á Facebook