Stýring A

Hentugur fjárfestingartími: 2 ár+

Fyrir hvern?

Stýring A hentar þeim sem vilja litlar sveiflur í ávöxtun á séreignarsparnaði sínum, til dæmis þeim sem eru komnir á seinni hluta starfsævinnar. Leiðin fjárfestir með dreifðum hætti í skuldabréfum og innlánum.

Helstu kostir

  • Virk stýring og eignadreifing milli skuldabréfa og innlána
  • Sérfræðingar vakta tækifæri á markaði
  • Skattalegt hagræði

Gengi
1.591
-0,10 (-0,01%)
Gengi 22.11.2017
Nafnávöxtun
Skuldabréf og víxlar útg. af ríki/með ríkisáb. 70.7
Innlán fjármálaft. 5.2
Skuldabréf og víxlar fjármálaft. 12.6
Skuldabréf sveitarfélaga 7.2
Önnur verðbréf 4.3
Aðrir sjóðir 0
Skuldabréf (fasteignaveðtryggð) 0
Hlutabréf 0

Eignasafn og stefna

Markmið þessarar leiðar er að skila stöðugri ávöxtun með góðri áhættudreifingu sem fæst með fjárfestingum í innlánum fjármálafyrirtækja og fjárfestingum í verðtryggðum og óverðtryggðum skuldabréfum.

Fjárfest er í skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs, skuldabréfum bæjar- og sveitafélaga og innlánum fjármálafyrirtækja. Stærsti hluti eignasafnsins er í ríkisskuldabréfum og er verðtryggingarhlutfall skuldabréfasafnsins á bilinu 20-90%. Þetta safn fjárfestir ekki í hlutabréfum.

Staða 01.11.2017

Gengisþróun

Almennur fyrirvari séreignarsparnaðar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða og reglur séreignarsparnaðar Íslandsbanka sem finna má á www.vib.is.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Gengisþróun og ávöxtun

Ávöxtun fjármálagerninga undir einu ári er ekki reiknuð á ársgrundvelli heldur er um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun fjármálagerninga yfir lengri tímabil en eitt ár er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar fjármálagerninga miðast við síðasta skráða gengi. Ávöxtun er reiknuð í grunnmynt viðkomandi fjármálagernings.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.