Innlánaleið

Hentugur fjárfestingartími: 1 mán+

Fyrir hvern?

Innlánaleið hentar þeim sem sem vilja halda sveiflum í ávöxtun í lágmarki, til dæmis þeim sem eru komnir á síðari hluta starfsævinnar eða farnir að nálgast eftirlaunaaldurinn. Leiðin fjárfestir eingöngu í innlánum fjármálastofnana.

Helstu kostir

  • Virk stýring milli verðtryggðra og óverðtryggðra innlána fjármálafyrirtækja
  • Stöðuleiki í ávöxtun
  • Skattalegt hagræði

Gengi
1.327,32
0,12 (0,01%)
Gengi skráð 06.04.2017
Nafnávöxtun
Innlán fjármálaft. 100
Skuldabréf og víxlar útg. af ríki/með ríkisáb. 0
Hlutabréf 0
Skuldabréf og víxlar fjármálaft. 0
Skuldabréf sveitarfélaga 0
Önnur verðbréf 0
Aðrir sjóðir 0
Skuldabréf (fasteignaveðtryggð) 0

Eignasafn og stefna

Markmið þessarar leiðar er að forðast áhættur og halda sveiflum í ávöxtun í lágmarki óháð fjárfestingartíma. Eingöngu er fjárfest í verðtryggðum og óverðtryggðum innlánum fjármálastofnanna. Verðtryggingarhlutfall er á bilinu 0-50%.

Staða 01.05.2017

Gengisþróun

Almennur fyrirvari séreignarsparnaðar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða og reglur séreignarsparnaðar Íslandsbanka sem finna má á www.vib.is.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.