Séreignarsparnaður

Fyrir þá sem eru ekki að nýta sér úrræði ríkisstjórnarinnar vegna íbúðakaupa bendum við á að kynna sér vel Ævileið. Ef þig vantar aðstoð við val á fjárfestingaleið eða vilt fá frekari upplýsingar eru ráðgjafar okkar til taks til að aðstoða.

Hefja séreignarsparnað

Ævileið

Ævileið hentar þeim sem vilja ávaxta séreignarsparnað sinn eftir aldri og minnka áhættu og sveiflur eftir því sem nær dregur eftirlaunum. Ef þú velur Ævileið flyst inneign sjálfkrafa eftir aldri á milli fjárfestingaleiða. Inneign er flutt í jöfnum skrefum á fjórum árum og er nýjum iðgjöldum ráðstafað í þá fjárfestingarleið sem inneign flyst í.

  • Séreignarsparnaðurinn ávaxtast eftir aldri og minnkar áhætta eftir því sem nær dregur eftirlaunum
  • Iðgjöld og inneign færist sjálfkrafa á milli fjárfestingaleiða eftir aldri
  • Enginn kostnaður við flutning á milli leiða
  • Sérfræðingar vakta tækifæri á markaði
  • Skattalegt hagræði
Í Ævileið færist inneign á milli Stýringarleiða D til A eftir aldri, sjá meðfylgjandi töflu. Einnig er hægt að lesa nánar um stýringarleiðir.
EignarflokkurStýring D
(fyrir 16-44 ára)
Stýring C
(fyrir 45-54 ára)
Stýring B
(fyrir 55-64 ára)
Stýring A
(fyrir 65 ára og eldri)
Innlán í bönkum og sparisjóðum0-12%0-16%0-18%0-20%
Ríkisskuldabréf og skbr.m/ríkisábyrgð20-80%35-90%45-100%50-100%
Skuldabréf bæjar og sveitarfélaga0-15%0-20%0-20%0-20%
Hlutabréf20-60%10-30%0-20%0%
Önnur verðbréf0-45%0-45%0-35,5%0-32,5%

Við vekjum athygli á því að fjárfestingarstefnu, upplýsingarblað hverrar stýringarleiðar og reglur um Framtíðarauð VÍB má nálgast undir hverri stýringarleið.

Hlutfallstölur sýna fjárfestingarheimildir fjárfestingarleiða samkvæmt fjárfestingarstefnu. Hér eru nánari upplýsingar um stefnu og vikmörk. Önnur verðbréf eru fasteignaveðtryggð skuldabréf, skuldabréf og víxlar banka, sparisjóða og annarra lánastofnana, skuldabréf fyrirtækja og hlutdeildaskírteini sjóða um sameiginlega fjárfestingu.

Fyrstu kaup

Allir þeir sem eiga ekki íbúðarhúsnæði geta sótt um að nýta inneign í séreignarsparnaði, skattfrjálst, til að kaupa íbúðarhúsnæði til eigin nota. Hægt er að nýta greidd iðgjöld frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 en þó er hægt að kaupa íbúðarhúsnæði til 30. júní 2019. Skilyrði er að á þessu tímabili hafi umsækjandi ekki átt húsnæði.

Þann 1. júlí 2017 munu taka gildi reglur um fyrstu kaup og mun það úrræði gilda í 10 ár.

Við vekjum athygli á því að sækja þarf sérstaklega um að séreignarsparnaðariðgjöld séu nýtt til húsnæðiskaupa og er það gert á vef RSK en þar er einnig að finna nánari upplýsingar sem gilda um þessa leið.

Flestir þeir sem ætla að nýta inneign í séreignarsparnaði til húsnæðiskaupa kjósa litlar sveiflur og því getur Húsnæðisleiðin hentað.

Mikilvægt er að sjóðsfélagar skoði hvaða leið hentar út frá ráðlögðum fjárfestingartíma og hvenær fyrirhugað er að kaupa íbúðina.

Innborgun inn á lán

Hægt er að nýta séreignarsparnaðariðgjöld sem greidd eru frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2019 inn á lán. Einstaklingar geta að hámarki nýtt 500.000 kr. skattfrjálst á ári og hjón eða sambúðaraðilar geta nýtt allt að 750.000 kr. skattfrjálst á ári.

Þau lán sem hægt er að greiða inn á verða að hafa verið tekin til öflunar eigin húsnæðis, tryggð með veði og að lánið sé í reit 5.2 á skattskýrslu.

Við vekjum athygli á því að sækja þarf sérstaklega um að séreignarsparnaðariðgjöld fari inn á lán á vef RSK: www.leidretting.is en þar er einnig að finna nánari upplýsingar sem gilda um þessa leið. Við vekjum sérstaka athygli á því að þessi leið hentar ef til vill ekki þeim sem eiga á hættu að lenda í gjaldþroti.

Flestir þeir sem ráðstafa iðgjöldum sínum inn á lán kjósa litlar sveiflur og því getur Óverðtryggður Lífeyrisreikningur hentað. Mikilvægt er að endurskoða fjárfestingarleið um leið og úrræðinu lýkur.

Ávöxtun

Hér sérðu yfirlit yfir nafnávöxtun á öllum fjárfestingaleiðum VÍB. Við minnum á að árangur í fortíð er ekki ávísun á árangur í framtíð.

* Framtíðarauður VÍB felst í samningi um lífeyrissparnað þar sem inneign er stýrt í samræmi við fjárfestingarstefnu.
** Fjárfestingarleiðin var stofnuð í desember 2010 og er hún lokuð fyrir innborgunum.
*** Nafnávöxtun frá stofnun er reiknuð upp á ársgrundvöll, miðað við 01.03.2017. Fjárfestingarleiðirnar voru stofnaðar í janúar 2010, fyrir utan Erlend verðbréf sem var stofnuð í desember 2010 og Stýring D sem var stofnuð í mars 2013. Ávöxtun lífeyrisreiknings verðtryggðs og óverðtryggðs er sýnd yfir 5 ára tímabil. Ávöxtunartölur eru frá VÍB - Eignastýringarþjónustu Íslandsbanka.

Allar leiðir

Hér sérðu yfirlit yfir allar fjárfestingaleiðir sem hægt er að velja hjá VÍB.

Stýring D
fjárfestingartími: 5 ár+
1.456,20
-7,30  (-0,50%)
Gengi skráð 18.08.2017

Stýring D hentar þeim sem þola nokkrar sveiflur í ávöxtun á séreignarsparnaði sínum, til dæmis þeim sem eru nýir á vinnumarkaði og eiga mikið eftir af starfsævi sinni eða þeim sem vilja aukið vægi hlutabréfa. Leiðin fjárfestir með dreifðum hætti í skuldabréfum, hlutabréfum og innlánum.

Nafnávöxtun
Almennur fyrirvari séreignarsparnaðar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða og reglur séreignarsparnaðar Íslandsbanka sem finna má á www.vib.is.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Gengisþróun og ávöxtun

Ávöxtun fjármálagerninga undir einu ári er ekki reiknuð á ársgrundvelli heldur er um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun fjármálagerninga yfir lengri tímabil en eitt ár er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar fjármálagerninga miðast við síðasta skráða gengi. Ávöxtun er reiknuð í grunnmynt viðkomandi fjármálagernings.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.