Ertu að missa af 2% launahækkun?

Séreignarsparnaður (viðbótarlífeyrissparnaður) er ein verðmætasta eign okkar við starfslok og jafnframt hagkvæmasta sparnaðarleiðin sem er í boði í dag.

Þú leggur 2-4% af launum í séreignarsparnað og vinnuveitandi leggur til 2% mótframlag, samkvæmt kjarasamningi. Það er ígildi 2% launahækkunar. Þannig leggurðu fyrir til framtíðar með einföldum hætti.

Hefja séreignarsparnað

Helstu kostir séreignarsparnaðar

  • 2% mótframlag frá vinnuveitanda
  • Hægt að nýta iðgjöld í sparnað fyrir útborgun á húsnæði
  • Erfist að fullu
  • Ekki aðfararhæfur við gjaldþrot

Hefja séreignarsparnað

Dæmi um útreikning

Dæmi um einstakling með 400.000 kr. í mánaðarlaun.

  • Eigið framlag er 4%
  • Mótframlag vinnuveitanda er 2%

Reikna séreignarsparnað

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða þar sem allir geta fundið leið sem hentar aldri og áhættuþoli

Skattfrjáls ráðstöfun

Einstaklingar geta nýtt allt að 500.000 kr. skattfrjálst á ári og hjón eða sambúðaraðilar geta nýtt allt að 750.000 kr. skattfrjálst á ári til þess að eignast íbúðarhúsnæði.

  • Íbúðareigendur geta greitt inn á höfuðstól húsnæðislána
  • Þeir sem eru að kaupaeign geta nýtt séreignarsparnaðinn sem hluta af útborgun

Meira um skattfrjálsa ráðstöfun

Ertu búinn að velja leið?

Það er auðvelt að ganga frá séreignarsparnaði. Sparaðu þér sporin, fylltu út samninginn á netinu og komdu honum svo til okkar.

Fylla út samning

Viltu fá ráðgjöf?

Það getur verið flókið að velja hvaða leið hentar þér best. Komdu í ráðgjöf hjá einum af sérfræðingum okkar og við klárum málið saman.

Panta ráðgjöf

Almennur fyrirvari séreignarsparnaðar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða og reglur séreignarsparnaðar Íslandsbanka sem finna má á www.vib.is.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Gengisþróun og ávöxtun

Ávöxtun fjármálagerninga undir einu ári er ekki reiknuð á ársgrundvelli heldur er um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun fjármálagerninga yfir lengri tímabil en eitt ár er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar fjármálagerninga miðast við síðasta skráða gengi. Ávöxtun er reiknuð í grunnmynt viðkomandi fjármálagernings.