Við viljum byggja upp sparnað með þér

VÍB býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir alla þá sem vilja byggja upp sparnað, fjárfesta eða fá aðstoð við að stýra eignum sínum. 

Við aðstoðum bæði einstaklinga og fyrirtæki, almenna fjárfesta og fagfjárfesta auk þess að halda úti öflugu fræðslustarfi um fjármál og efnahagsmál.

Almennur sparnaður

Með því að leggja fyrir reglulega verður sparnaðurinn hluti af reglulegum útgjöldum. Þannig er hægt að byggja upp sjóð sem hægt er að nota fyrir óvænt útgjöld eða til að láta drauma rætast. Ekki hafa öll eggin í sömu körfunni - kynntu þér fjölbreyttar sparnaðarleiðir VÍB.

Nánar

Hvernig virkar þetta?

1. Ráðgjöf

Mikilvægasta skrefið er að fá ráðgjöf. Komdu í heimsókn til okkar og fáðu ráðgjöf þér að kostnaðarlausu.

2. Reglulegur sparnaður

Við mælum með áskrift en þannig mætir sparnaðurinn ekki afgangi. Lágmarkið í áskrift er aðeins 5.000 kr. á mánuði.

3. Njóttu sparnaðarins

Sérfræðingar sjá um að vakta sparnaðinn fyrir þig svo þú getir notið hans þegar markmiðum þínum er náð.

Séreignarsparnaður

Séreignarsparnaður er hagkvæmasti sparnaðarkosturinn sem er í boði í dag. Þú leggur 2 – 4% af laununum þínum í séreignarsparnað og vinnuveitandi leggur til 2% mótframlag. Það jafngildir 2% launahækkunar sem fer beint í sparnað.

Nánar

Dæmi um útreikning

Dæmi um einstakling með 400.000 kr. í mánaðarlaun.

  • Eigið framlag er 4%
  • Mótframlag vinnuveitanda er 2%

Reikna séreignarsparnað

Sveigjanleg þjónusta

Allir ættu að finna þjónustu sem hentar þeim.

Þjónustu VÍB er skipt í 3 stig.

Sjálfsafgreiðsla

Viðskiptavinir geta með einföldum hætti nálgast allar upplýsingar ásamt því að geta keypt og selt verðbréf og í sjóðum á netinu.

Verðbréfaviðskipti á netinu

Persónuleg ráðgjöf

Ráðgjafar VÍB eru sérfræðingar í almennum sparnaði og fjárfestingum. Þú getur komið í heimsókn og fengið persónulega ráðgjöf þér að kostnaðarlausu.

Almennur sparnaður

Séreignarsparnaður

60+ (fjármál við starfslok)

Sérhæfð þjónusta

Sérsniðin þjónusta fyrir efnameiri einstaklinga og lögaðila þar sem viðskiptavinir hafa sinn eigin viðskiptastjóra.

Einkabankaþjónusta 

Fagfjárfestaþjónusta

Almennur fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.