The Vanguard Group

Við bjóðum upp á upp á sex vísitölusjóði frá Vanguard. Vanguard sjóðirnir eru ódýr kostur þegar kemur að fjárfestingu á erlendum mörkuðum.

Vanguard er leiðandi í rekstri vísitölusjóða

  • Vanguard er stærsta fyrirtækið í stýringu verðbréfasjóða í Bandaríkjunum.

  • Sérstaða Vanguard liggur í einstakri uppbyggingu fyrirtækisins, lágum kostnaði og vel skilgreindum fjárfestingaraðferðum.

  • Á sama tíma og kostnaður sjóða í Bandaríkjunum hefur hækkað hefur kostnaður hjá Vanguard stöðugt lækkað.

  • Vanguard sjóðirnir eru verðbréfasjóðir sem hafa tilkynnt markaðssetningu á Íslandi í samræmi við 103. gr. laga nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.

Vísitölusjóðir frá Vanguard


Við bjóðum upp á sex vísitölusjóði frá Vanguard, þar af fimm hlutabréfasjóði og einn skuldabréfasjóð.

Vanguard Global Stock Index Fund (Heimssjóður)

Vanguard European Stock Index Fund (Evrópusjóður)

Vanguard U.S. 500 Stock Index Fund (Bandaríkjasjóður)

Fylgir árangri MSCI World Index („vísitalan")

Fylgir afkomu MSCI Europe Index („vísitalan")

Fylgir afkomu Standard and Poor's 500 Index („vísitalan")

Vísitalan samanstendur af hlutabréfum í stórum og meðalstórum fyrirtækjum á þróuðum mörkuðum um allan heim.

Vísitalan samanstendur af hlutabréfum í stórum og meðalstórum fyrirtækjum á þróuðum mörkuðum í Evrópu.

Vísitalan samanstendur af hlutabréfum stórra fyrirtækja í Bandaríkjunum.

Lykilupplýsingar fyrir almenna fjárfesta

Lykilupplýsingar fyrir almenna fjárfesta

Lykilupplýsingar fyrir almenna fjárfesta

Upplýsingablað

Upplýsingablað

Upplýsingablað

0

Vanguard Emerging Markets Stock Index Fund (Nýmarkaðssjóður)

Vanguard U.S. Government Bond Index Fund (Bandarískur ríkisskuldabréfsjóður)

Vanguard ESG Developed World All Cap Equity Index Fund (UFS Heimssjóður)

Fylgir árangri MSCI Emerging Markets Index („vísitalan“)

Fylgir árangri Bloomberg Barclays U.S. Government Float Adjusted Bond Index („vísitalan“)

Fylgir árangri FTSE Developed All Cap Choice Index („vísitalan")

Vísitalan samanstendur af hlutabréfum í stórum og meðalstórum fyrirtækjum á nýmörkuðum um allan heim.

Vísitalan samanstendur af bandarískum ríkisskuldabréfum með meðaltíma lengri en eitt ár.

Vísitalan útilokar hlutabréfa fyrirtækja sem m.a. framleiða óendurnýjanlega orkugjafa, áfengi, tóbak og vopn. Fyrirtæki eru einnig útilokuð ef þau fara ekki eftir grundvallarviðmiðum sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð (e. UN Global Compact).

Lykilupplýsingar fyrir almenna fjárfesta

Lykilupplýsingar fyrir almenna fjárfesta

Lykilupplýsingar fyrir almenna fjárfesta

Upplýsingablað

Upplýsingablað

Upplýsingablað

Frekari upplýs­ingar um sjóðina


  • Viðskiptakostnaður í sjóðum Vanguard er 1,5% fyrir hlutabréfasjóði og 1% fyrir skuldabréfasjóði
    Sjá nánar í verðskrá verðbréfaþjónustu
  • Lágmarkskaup í sjóðum Vanguard er 500 USD
  • Vörslugjöld af eign í Vanguard sjóðunum er samkvæmt verðskrá og flokkast þeir sem evrópsk verðbréf. Sjá nánar í verðskrá verðbréfaþjónustu.
  • Árleg umsjónarlaun eru skv. útgáfulýsingu hvers sjóðs
  • Þóknun er tekin ef fært er á milli sjóða
  • Ekkert innlausnargjald er í sjóðunum
  • Sjóðirnir eru skráðir á Írlandi
  • Eignastýring sjóðanna er í Bandaríkjunum og eru sjóðirnir gerðir upp í USD
  • Arður er endurfjárfestur í sjóðunum
  • Ekki er mögulegt að eiga viðskipti með sjóði erlendra samstarfsaðila okkar í netbanka Íslandsbanka og þar af leiðandi ekki hægt að vera í reglubundinni áskrift að þeim.

Skattaleg atriði

  • Enginn skattur greiðist af sjóðunum á Írlandi
  • Eignir í Vanguard sjóðum eru framtalsskyldar á Íslandi
  • Fjármagnstekjuskattur er reiknaður af innleystum gengishagnaði

Fjárfestu í erlendum verðbréfum

Viðskiptapantanir skulu berast Verðbréfaráðgjöf bankans í gegnum netfangið verdbref@islandsbanki.is eða með því að hringja í síma 440-4000.

Líkt og með önnur verðbréf/sjóði þarf viðskiptavinur að eiga vörslureikning hjá bankanum ef ætlunin er að eiga viðskipti með sjóði erlendra samstarfsaðila. Gjaldeyrisreikning í sömu mynt og skráningarmynt sjóðsins sem kaupa skal þarf einnig að vera til staðar.

Ef vörslureikningur er ekki til staðar þá má stofna hann með einföldum hætti hér.
Ef gjaldeyrisreikningur er ekki til staðar má stofna hann hér.

Æskilegt er að í viðskiptafyrirmælum með erlenda sjóði komi fram hversu há kaupfjárhæðin skal vera í erlendri mynt.

Fyrir­varar


Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Áhætta af fjárfestingu eykst ef fjárfestingin er fjármögnuð með lánsfé og ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða en þar er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættuþætti, fjárfestingarheimildir og notkun afleiðna. Fjárfestingarsjóðir hafa víðtækari fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir og geta því verið áhættusamari fjárfesting. Upplýsingar um sjóðina eru fengnar frá The Vanguard Asset Management Limited, rekstrarfélagi sjóðanna.

Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem eru taldar áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast nákvæmni né réttmæti þeirra. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.

Gengisþróun og ávöxtun

Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hvers sjóðs.