The Vanguard Group

Íslandsbanki hefur áratugalanga reynslu af verðbréfaviðskiptum á erlendum mörkuðum og er í samstarfi við stærstu eignastýringaraðila heims. 

Frekari upplýsingar veita ráðgjafar í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu í síma 440 4900, en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið verdbref@islandsbanki.is

Sjá nánar um lög og reglur um gjaldeyrismál á vef Seðlabanka Íslands.

Leiðandi fyrirtæki í heiminum í rekstri vísitölusjóða

Vanguard er stærsta fyrirtækið í stýringu verðbréfasjóða í Bandaríkjunum. Sérstaða Vanguard liggur í einstakri uppbyggingu fyrirtækisins, lágum kostnaði og vel skilgreindum fjárfestingaraðferðum. Á sama tíma og kostnaður sjóða í Bandaríkjunum hefur hækkað hefur kostnaður hjá Vanguard stöðugt lækkað. 

Vanguard  sjóðirnir eru verðbréfasjóðir sem hafa tilkynnt markaðssetningu á Íslandi í samræmi við 44. gr. laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Rekstrarfélag sjóðanna er Vanguard Group (Ireland), Limited. Útboðslýsing og lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eru aðgengilegar hér að neðan.

Íslandsbanki býður upp á fimm vísitölusjóði frá Vanguard, þar af fjóra hlutabréfasjóði og einn skuldabréfasjóð. Sjóðirnir eru skráðir í Irish Stock Exchange.

Vanguard Global Stock Index Fund (Heimssjóður)

Sjóðurinn leitast við að fylgja árangri MSCI World Index ("vísitalan"). Vísitalan samanstendur af hlutabréfum í stórum og meðalstórum fyrirtækjum á þróuðum mörkuðum um allan heim.

Vanguard European Stock Index Fund (Evrópusjóður)

Sjóðurinn leitast við að fylgja afkomu MSCI Europe Index ("vísitalan"). Vísitalan samanstendur af hlutabréfum í stórum og meðalstórum fyrirtækjum á þróuðum mörkuðum í Evrópu.

Vanguard U.S. 500 Stock Index Fund (Bandaríkjasjóður)

Sjóðurinn leitast við að fylgja afkomu Standar and Poor's 500 Index ("vísitalan"). Vísitalan samanstendur af hlutum stórra fyrirtækja í Bandaríkjunum.

Vanguard Emerging Markets Stock Index Fund (Nýmarkaðssjóður)

Sjóðurinn leitast við að fylgja árangri MSCI Emerging Markets Index („vísitalan“). Vísitalan samanstendur af hlutabréfum í stórum og meðalstórum fyrirtækjum á nýmörkuðum um allan heim.

Vanguard U.S. Government Bond Index Fund (Bandarískur ríkisskuldabréfsjóður)

Sjóðurinn leitast við að fylgja árangri Bloomberg Barclays U.S. Government Float Adjusted Bond Index („vísitalan“). Vísitalan samanstendur af bandarískum ríkisskuldabréfum með meðaltíma lengri en eitt ár.

Sameiginlega útboðslýsingu (prospectus) fyrir alla ofangreinda sjóði er að finna í Vanguard Investment Series PLC Prospectus.

Frekari skjöl um ofangreinda sjóði er að finna á heimasíðu Vanguard.

Vísitölusjóðir

Vísitölusjóðir beita hlutlausri eignastýringu sem táknar að sjóðirnir eiga hlutabréf í því sem næst sömu hlutföllum og eru í þeirri vísitölu sem miðað er við (index tracking). Vísitalan er vegin miðað við markaðsverðmæti en það þýðir, ef miðað er við heimsvísitölu, að vægi hvers lands í vísitölunni er samtala af markaðsverðmæti skráðra hlutabréfa á hlutabréfamarkaði í viðkomandi landi.

Vísitölusjóðir höfða til margra fjárfesta vegna einfaldleika þeirra, góðrar áhættudreifingar og lágs kostnaðar.

Langtímaárangur vísitölusjóða er góður í samanburði við árangur annarra sjóða. Sjá nánar samanburð og greiningu sjóða á Morningstar.

Ýmsar upplýsingar

 • Lágmarksfjárhæð í einstökum kaupum eru 300 þúsund krónur fyrir einstaklinga og 5 milljónir króna fyrir fagfjárfesta
 • Hlutdeildarskírteini eru keypt í nafni Íslandsbanka fyrir hönd viðskiptavina
 • Viðskiptakostnaður í sjóðum Vanguard er 1,5% fyrir hlutabréfasjóði og 1% fyrir skuldabréfasjóði
 • Árleg umsjónarlaun eru skv. útboðslýsingu hvers sjóðs og greiðir Vanguard hluta þeirra til Íslandsbanka
 • Þóknun er tekin ef fært er milli sjóða
 • Ekkert innlausnargjald er í sjóðunum
 • Sjóðirnir eru skráðir á Írlandi
 • Eignastýring sjóðanna er í Bandaríkjunum og eru sjóðirnir gerðir upp í USD
 • Arður er endurfjárfestur í sjóðunum

Skattaleg atriði

 • Enginn skattur greiðist af sjóðunum á Írlandi
 • Eignir í Vanguard sjóðum eru framtalsskyldar á Íslandi
 • Fjármagnstekjuskattur er reiknaður af innleystum gengishagnaði
Almennur fyrirvari vegna Vanguard

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir, sem leitt geta til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóðum. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst því almennt vera áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Athygli skal vakin á að áhætta af fjárfestingu eykst samfara fjármögnun fjárfestingarinnar með lánsfé. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða, sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóðanna. Rekstarfélag sjóðanna er Vanguard Asset Management, Limited. Upplýsingar um sjóðina eru fengnar af vefsíðu rekstrarfélags sjóðanna, www.vanguard.com, þar má einnig nálgast útboðslýsingu og lykilupplýsingar.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.