DNB Asset Management

Íslandsbanki hefur áratugalanga reynslu af verðbréfaviðskiptum á erlendum mörkuðum og er í samstarfi við stærstu eignastýringaraðila heims. 

Frekari upplýsingar veita ráðgjafar í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu í síma 440 4900, en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið verdbref@islandsbanki.is

Sjá nánar um lög og reglur um gjaldeyrismál á vef Seðlabanka Íslands.

Áhersla á samfélagslega ábyrgð

DNB Asset Management er dótturfyrirtæki stærsta banka Noregs, DNB. Fyrirtækið er traust og íhaldsamt eignastýringarfyrirtæki með langa sögu. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og fjárfestir einkum í hlutabréfum fyrirtækja út um allan heim sem uppfylla ákveðin siðferðileg viðmið. DNB er annar stærsti banki Norðurlanda og að þriðjungi í eigu norska ríkisins.

Íslandsbanki býður upp á þrjá sjóði frá DNB Asset Management sem skráðir eru í Lúxemborg. Sjóðirnir eru gerðir upp í evrum.

DNB sjóðirnir eru verðbréfasjóðir sem hafa tilkynnt markaðssetningu á Íslandi í samræmi við 44. gr. laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Rekstrarfélag sjóðanna er DNB Asset Management S.A. Útboðslýsing og lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eru aðgengilegar hér að neðan.

DNB Fund Global SRI

DNB Fund Technology

DNB Fund Scandinavia

Sameiginlega útboðslýsingu (prospectus) er að finna í útboðslýsingu DNB Fund.

*Þegar smellt er á krækju um nánari upplýsingar um sjóðina í fyrsta sinn þarf að samþykkja skilmála á síðu DNB. Með því að fara aftur á www.vib.is þá er hægt að smella á krækjurnar um sjóðina til að lenda beint á viðkomandi sjóðasíðu.

Ýmsar upplýsingar

  • Lágmarksfjárhæð í einstökum kaupum er 1.000 EUR fyrir einstaklinga
  • Hlutdeildarskírteini eru keypt í nafni Íslandsbanka fyrir hönd viðskiptavina
  • Upphafskostnaður Íslandsbanka í sjóðunum er 2,0%
  • Árleg umsjónarlaun er samkvæmt útboðslýsing sjóðanna og greiðir DNB Asset Management hluta þeirra til Íslandsbanka
  • Þóknun er tekin ef fært er milli sjóða
  • Ekkert innlausnargjald er í sjóðunum
  • Sjóðirnir eru skráðir í Lúxemborg
  • Arður er endurfjárfestur í sjóðunum

Skattaleg atriði

  • Eignir í DNB Asset Management sjóðum eru framtalsskyldar á Íslandi
  • Fjármagnstekjuskattur er reiknaður af innleystum gengishagnaði
Almennur fyrirvari vegna DNB

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir, sem leitt geta til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóðum. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst því almennt vera áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Athygli skal vakin á að áhætta af fjárfestingu eykst samfara fjármögnun fjárfestingarinnar með lánsfé. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða, sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóðanna. Rekstarfélag sjóðanna er DNB Asset Management SA. Upplýsingar um sjóðina eru fengnar af vefsíðu rekstrarfélags sjóðanna, www.dnb.no, þar má einnig nálgast útboðslýsingu og lykilupplýsingar.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.