Við bjóðum viðskipti með sjóði

Viðskiptavinir Íslandsbanka geta keypt í sjóðum Íslandssjóða hf. Hægt er að velja milli fjölbreytts úrvals skuldabréfasjóða, hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða.

Einnig stendur viðskiptavinum til boða að fjárfesta í sjóðum erlendra samstarfsaðila, en Íslandsbanki er í samstarfi við aðila á borð við Vanguard og BlackRock sem eru leiðandi aðilar í eignastýringu á heimsvísu.

Þú getur átt viðskipti með sjóði og stök hlutabréf í Netbanka Íslandsbanka.

Yfirlit sjóða

Blandaðir sjóðir

Blandaðir sjóðir Íslandssjóða leggja áherslu á dreifð eignasöfn þar sem áhættunni er dreift á milli nokkurra eignaflokka á borð við hlutabréf, skuldabréf og innlán.

Skuldabréfasjóðir

Skuldabréfasjóðir Íslandssjóða einblína á fjárfestingar í innlendum skuldabréfum. Þau geta verið bæði verðtryggð eða óverðtryggð og með eða án ábyrgð ríkissjóðs eftir því hvaða sjóður er valinn.

Hlutabréfasjóðir

Hlutabréfasjóðir Íslandssjóða fjárfesta fyrst og fremst í innlendum hlutabréfum. 

Sjóðir erlendra samstarfsaðila

Íslandsbanki hefur áratugalanga reynslu af verðbréfaviðskiptum á erlendum mörkuðum og er í góðu samstarfi við þekkt erlend sjóðafyrirtæki. Sjá nánar vöruúrval á erlendum verðbréfum.

Vanguard sjóðir
Verðbréfasjóðir
fjárfestingartími: 5 ár+

Íslandsbanki er samstarfsaðili The Vanguard Group og býður viðskiptavinum sínum upp á þrjá af þeirra helstu vísitölusjóðum.

  • Vanguard Global Stock Index Fund
  • Vanguard European Stock Index Fund
  • Vanguard U.S. 500 Stock Index Fund

Vanguard er stærsta fyrirtækið í stýringu verðbréfasjóða í Bandaríkjunum.

Yfirlit sjóða

Hér sérðu yfirlit yfir alla sjóði Íslandssjóða og nafnávöxtun þeirra. Smelltu á "Kaupa í sjóði" til að eiga viðskipti með þá.

Kostir þess að spara í sjóðum

  • Góð eignadreifing - Dregur úr áhættu
  • Virk eignastýring - Láttu sérfræðinga vakta og stýra sparnaðinum
  • Engin binding - Sjóðir eru ávallt lausir til innlausnar
  • Skattalegt hagræði - Skattgreiðslu er frestað fram að úttekt
  • Tímasparnaður - Við sjáum um vinnuna

Kaupa áskrift að sjóðum

Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir, sem leitt geta til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóðum. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst því almennt vera áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Athygli skal vakin á að áhætta af fjárfestingu eykst samfara fjármögnun fjárfestingarinnar með lánsfé. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða, sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóðanna. Upplýsingar um sjóðina eru fengnar af vefsíðu rekstrarfélags sjóðanna, www.islandssjodir.is, þar má einnig nálgast útboðslýsingu og lykilupplýsingar.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.

Gengisþróun og ávöxtun

Ávöxtun fjárfestingarleiða undir einu ári er ekki reiknuð á ársgrundvelli heldur er um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun fjárfestingarleiða yfir lengri tímabil en eitt ár er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar fjárfestingarleiðar miðast við síðasta skráða gengi. Ávöxtun er reiknuð í grunnmynt viðkomandi fjárfestingarleiðar.

Fjárfesting í afleiðum

Í sumum tilvikum er það hluti af fjárfestingarstefnu sjóða að nota afleiður til að fastsetja hagnað eða til að draga úr áhættu, eða til að festa verð á verðbréfum vegna fyrirsjáanlegra innlausna eða til að bregðast við markaðsaðstæðum. Fjárfestum er bent á að kynna sér nánari útskýringar á beitingu afleiðna sem er að finna í útboðslýsingum viðkomandi sjóða.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.