Valmynd

Séreignarsparnaður úr 2% í 4%

Frá 1. júlí 2014 hafa launþegar getað hækkað eigið framlag séreignarsparnaðar úr 2% upp í 4% af launum fyrir skatt. Mótframlag launagreiðanda helst óbreytt í 2% eða skv. kjarasamningum.

Þeir sem eru með 2% samninga en vilja hækka upp í 4% geta gert það með einföldum hætti. Eina sem þarf að gera er að fylla út nýjan samning um lífeyrissparnað.

Þú getur fyllt út samning hér á vefnum og skilað honum til VÍB eða í næsta útibú Íslandsbanka. Ef þú vilt að ráðgjafi hafi samband þá fyllirðu út formið hér til hliðar.

Samningur um lífeyrissparnað


Er ég með 2% samning eða 4% samning?

Ef þú ert ekki viss hvort þú ert með 2% eða 4% samning, þá geta ráðgjafar veitt allar upplýsingar.

Hafðu samband í síma 440-4900 eða með tölvupósti vib@vib.is

Ég vil að ráðgjafi hafi samband

Skattfrjáls ráðstöfun

Við viljum vekja sérstaka athygli á því að aðilar sem hafa hugsað sér að nýta úrræði ríkisstjórnar um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán eða húsnæðissparnað, gætu þurft að hækka eigið framlag upp í 4% til þess að fullnýta úrræðið.

Hver þurfa mánaðarlaunin að vera til að fullnýta úrræðið ?

Einstaklingar geta nýtt 500.000 kr. úr séreignarsparnaði á ári skattfrjálst í 3 ár, eða samtals 1.500.000 kr.

Hjón (eða aðilar sem uppfylla skilyrði til samsköttunar) geta nýtt 750.000 kr. úr séreignarsparnaði á ári skattfrjálst í 3 ár, eða samtals 2.250.000 kr.

Einstakl­ingar Hjón (sam­skattaðir­ aðilar)
Hámark á ári­ inn á lán 500.000 kr. 750.000 kr.
Mánaðarlau­n m.v.­ 4% eigið framlag 694.444 kr. 1.041.667 kr.
Mánaðarlaun m.v.­ 2% eigið framlag 1.388.889 kr. 2.083.333 kr.


Eingöngu er hægt að nota iðgjöld sem eru greidd vegna launatímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 og er því mikilvægt er að ganga frá samningi um séreignarsparnað eða hækkun á framlagi sem allra fyrst svo hægt sé að fullnýta úrræðið.

Ferli umsóknar

Forsenda til að nýta þessa heimild er að umsækjandi sé með samning um séreignasparnað. Hægt er að óska eftir ráðgjöf með því að fylla út formið hér ofar á síðunni. Launagreiðendur greiða reglulega iðgjöld til vörsluaðila skv. samningi á milli rétthafa og vörsluaðila. Rétthafi sækir um að nýta heimild að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst inn á lán eða til kaupa á íbúðarhúsnæði á vef Ríkisskattstjóra

Vörsluaðilar ráðstafa greiddum iðgjöldum til þeirra lánveitenda sem umsækjendur hafa valið í rafrænni umsókn hjá Ríkisskattstjóra. Lánveitendur ráðstafa greiðslum frá vörsluaðilum inn á lán.


* Við vekjum athygli á að endanleg útfærsla aðgerða og niðurstaða er ekki á valdi Íslandsbanka eða VÍB.
Almennur fyrirvari séreignarsparnaðar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarleiðir heimila fjárfestingar í erlendum fjármálagerningum og fjárfestar skulu hafa í huga áhættu af alþjóðlegum fjárfestingum, sveiflum á gengi gjaldmiðla og aðra mögulega áhættuþætti sem slíkum fjárfestingum fylgir.

Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða og reglur séreignarsparnaðar Íslandsbanka sem finna má á www.vib.is.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.