Spurt og svarað um séreignarsparnað

Til að geta nýtt sér úrræði ríkisstjórnarinnar um að greiða skattfrjáls iðgjöld í séreignarsparnaði inn á húsnæðislán eða húsnæðissparnað þarf að vera með virkan samning við Framtíðarauði VÍB um séreignarsparnað og sækja um úrræðið á vef RSK, www.leidretting.is. Frekari upplýsingar er að finna hér: http://www.vib.is/lifeyrissparnadur/skattfrjals-radstofun/ og hjá ráðgjöfum VÍB.

Já. Þeir sem fá laun frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að passa að rétt hlutfall sé notað við útreikning staðgreiðslu. Tekjuskattur er greiddur af lífeyrisgreiðslum eins og um venjulegar launatekjur væri að ræða. Staðgreiðsla skatta er nú reiknuð í þremur þrepum. Ef greiddur er of lágur tekjuskattur verður mismunurinn gerður upp eftirá við álagningu í ágúst á næsta ári með 2,5% álagi. Þeir sem eru að taka út viðbótarlífeyrissparnað hjá Íslandsbanka þurfa að hafa samband ef reikna skal tekjuskatt af lífeyrisgreiðslu í öðru eða þriðja skattþrepi.

Hægt er að tilkynna skattþrep með því að hafa samband við Eigna- og lífeyrisþjónustu með tölvupósti lifeyrir@vib.is eða hringja í síma 440 4920.

Í desember árið 2011 var samþykkt á Alþingi að hámarks eigið framlag í séreignarsparnað yrði lækkað tímabundið úr 4% í 2%. Þetta átti að gilda út árið 2014.

Nýlega kynnti ríkisstjórnin sérstakar aðgerðir til að lækka lán og heimila að séreignarsparnaðariðgjöld yrðu greidd inn á lán frá miðju ári 2014. Samhliða þessu var tilkynnt að hámarks eigið framlag yrði aftur hækkað úr 2% í 4%. Þessi breyting tekur gildi 1. júlí 2014.

Það er á ábyrgð launagreiðanda að hækka aftur eigið framlag launþega sinna sem eru með 4% samninga úr 2% í 4%.

Athygli er vakin á því að engin breyting verður á mótframlagi launagreiðenda en það er 2% af launum skv. flestum kjarasamningum.

Þeir sjóðsfélagar sem eru með samninga upp á 2% eigið framlag en vilja hækka eigið framlag sitt í 4% er bent á að hafa samband við ráðgjafa VÍB.

Viðbótarlífeyrissparnaður er laus til úttektar við 60 ára aldur. Hægt er að óska eftir eingreiðslu, mánaðarlegum eða árlegum greiðslum. Verði rétthafi öryrki og orkutapið sem hann verður fyrir er 100%, á hann rétt á að fá viðbótarlífeyrissparnað og vexti greidda út með jöfnum árlegum greiðslum á 7 árum eða lengri tíma, árleg útborgun skal lækka og úttektartími lengjast í hlutfalli við lækkun örorkuprósentu.

Erlendir ríkisborgarar utan EES geta sótt um að fá viðbótarlífeyrissparnað útgreidda m.v. stöðu inneignar á útgreiðsludegi, þegar þeir flytja frá Íslandi.

Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar á eftir launatímabili og eindagi er síðasti virki dagur sama mánaðar og iðgjöld falla á gjalddaga.
Lífeyrissparnaður er eini sparnaðurinn sem er lögvarinn, það þýðir að ekki er hægt að ganga að honum við gjaldþrot.
Við gjaldþrot launagreiðanda ábyrgist Ábyrgðarsjóður launa kröfu vörsluaðila um vangoldin iðgjöld sem fallið hafa í gjalddaga á síðustu 18 mánuðum fyrir úrskurðardag. Ábyrgðin takmarkast við allt að 4% viðbótarlífeyrissparnað samkvæmt samningi um viðbótartryggingarvernd eða kjarasamninga.

Já, viðbótarlífeyrissparnaður erfist að fullu. Innstæða fellur til erfingja hins látna og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga. Láti rétthafi ekki eftir sig maka eða barn þá rennur innstæðan til dánarbús hins látna.

Við andlát rétthafa er viðbótarlífeyrissparnaðurinn laus til úttektar og hægt er að óska eftir eingreiðslu, mánaðarlegum eða árlegum greiðslum. Ekki er greiddur erfðafjárskattur af lífeyrissparnaði sem fellur til erfingja heldur er útgreiðslan skattlögð samkvæmt lögum um tekjuskatt. Til að fá viðbótarlífeyrissparnað greiddan út þarf að sækja um það skriflega.

Almennur fyrirvari séreignarsparnaðar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarleiðir heimila fjárfestingar í erlendum fjármálagerningum og fjárfestar skulu hafa í huga áhættu af alþjóðlegum fjárfestingum, sveiflum á gengi gjaldmiðla og aðra mögulega áhættuþætti sem slíkum fjárfestingum fylgir.

Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða og reglur séreignarsparnaðar Íslandsbanka sem finna má á www.vib.is.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Gengisþróun og ávöxtun

Ávöxtun fjárfestingarleiða undir einu ári er ekki reiknuð á ársgrundvelli heldur er um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun fjárfestingarleiða yfir lengri tímabil en eitt ár er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar fjárfestingarleiðar miðast við síðasta skráða gengi. Ávöxtun er reiknuð í grunnmynt viðkomandi fjárfestingarleiðar.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.