Skil á skilagreinum og iðgjaldagreiðslum

Íslandsbanki hf. er vörsluaðili séreignarsparnaðar og tekur á móti viðbótarlífeyrissparnaði og öðrum séreignargreiðslum viðskiptavina samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 undir heitinu Framtíðarauður.

Launþegi getur valið um að greiða 2-4% eigið framlag af launum í séreignarsparnað og greiðir þá launagreiðandi 2% mótframlag skv. flestum kjarasamningum. Kjarasamningar geta þó kveðið á um aukið mótframlag. Launagreiðendum er heimilt að greiða 12% af launum auk 2.000.000 kr. árlega fyrir hvern launþega, samtals í skyldu – og viðbótarlífeyrissparnað. Ef iðgjald fer umfram þessi mörk telst það til skattskyldra tekna launþega.

Framtíðarauður kappkostar að veita launagreiðendum góða þjónustu og fjölbreytta valmöguleika við skil á skilagreinum og iðgjaldagreiðslum.

Skilagreinar

Mikilvægt er að launagreiðendur sendi skilagreinar sem fyrst til þess að hægt sé að aðgreina innborguð iðgjöld og rétthafi njóti ávöxtunar af sparnaðinum.

Einfaldasta leiðin til að skila inn skilagreinum er að senda þær á rafrænu formi í gegnum launagreiðendavefinn. Einnig er hægt að senda skilagreinar beint úr flestum launakerfum.

Tvær leiðir til að skila inn skilagreinum

Launagreiðendavefur

Launagreiðendavefur Framtíðarauðs, séreignarsparnaðar Íslandsbanka, er aukin þjónusta við launagreiðendur. Á launagreiðendavefnum er auðvelt að senda inn skilagreinar og þar er einnig hægt að senda inn textaskrár úr launakerfum, skoða stöðu og hreyfingar og taka út launagreiðendayfirlit.

Í fyrsta skipti sem farið er inn á launagreiðendavefinn er það gert með Íslykli launagreiðanda. Í framhaldi af því er hægt að veita þeim sem sjá um iðgjaldagreiðslur umboð og geta þeir þá skráð sig inn með sínum persónulega Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Opna launagreiðendavef

Opna leiðbeiningar fyrir launagreiðendavef

Launakerfi

Hægt er að senda inn skilagreinar beint úr flestum launakerfum. Launakerfið myndar skilagreinaskrá (xml) og sendir beint til sjóðsins. Notendanafn og lykilorð er kennitala launagreiðanda.

Nánari upplýsingar veitir þjónustuaðili viðkomandi launakerfis.

Greiðsla iðgjalda

Hægt er að greiða séreignarsparnaðariðgjöld með því að leggja inn á bankareikning sjóðsins eða óska eftir því að mánaðarlega sé greiðslukrafa stofnuð sem birtist í Fyrirtækjabanka.

Framtíðarauður
Kennitala: 491008-0160
Hagasmára 3, 201 Kópavogi
Netfang skilagreina: lif@islandsbanki.is
Sími: 440-4900, Fax: 440-4930
Lífeyrissjóðsnúmer: 006
Iðgjöld greiðist inn á reikning: 515-26-5330

  • Gjalddagi: 10. dagur næsta mánaðar á eftir launatímabili
  • Eindagi: Síðasti dagur næsta mánaðar á eftir launatímabili

Vinsamlegast hafið samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Íslandsbanka í síma 440-4900 til að fá nánari upplýsingar.

Föst mánaðarleg greiðsla

Þeir sem greiða fasta fjárhæð mánaðarlega geta óskað eftir að vera í mánaðarlegri keyrslu sem stofnar skilagrein og greiðsluseðil til greiðslu í netbanka.

Almennur fyrirvari séreignarsparnaðar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarleiðir heimila fjárfestingar í erlendum fjármálagerningum og fjárfestar skulu hafa í huga áhættu af alþjóðlegum fjárfestingum, sveiflum á gengi gjaldmiðla og aðra mögulega áhættuþætti sem slíkum fjárfestingum fylgir.

Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða og reglur séreignarsparnaðar Íslandsbanka sem finna má á www.vib.is.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Gengisþróun og ávöxtun

Ávöxtun fjárfestingarleiða undir einu ári er ekki reiknuð á ársgrundvelli heldur er um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun fjárfestingarleiða yfir lengri tímabil en eitt ár er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar fjárfestingarleiðar miðast við síðasta skráða gengi. Ávöxtun er reiknuð í grunnmynt viðkomandi fjárfestingarleiðar.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.