Launa­greiðendur

Íslandsbanki hf. er vörsluaðili séreignarsparnaðar og tekur á móti viðbótarlífeyrissparnaði og öðrum séreignargreiðslum viðskiptavina samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 undir heitinu Framtíðarauður.

Hér má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar vegna skila á skilagreinum og iðgjaldagreiðslum.

Skil á skilagreinum og iðgjaldagreiðslum


Launþegi getur valið um að greiða 2-4% eigið framlag af launum í séreignarsparnað og greiðir þá launagreiðandi 2% mótframlag skv. flestum kjarasamningum. Kjarasamningar geta þó kveðið á um aukið mótframlag. Launagreiðendum er heimilt að greiða 15,5% af launumn fyrir hvern launþega, samtals í skyldu – og viðbótarlífeyrissparnað. Ef iðgjald fer umfram þessi mörk telst það til skattskyldra tekna launþega.

Framtíðarauður kappkostar að veita launagreiðendum góða þjónustu og fjölbreytta valmöguleika við skil á skilagreinum og iðgjaldagreiðslum.

Skilagreinar

Mikilvægt er að launagreiðendur sendi skilagreinar sem fyrst til þess að hægt sé að aðgreina innborguð iðgjöld og tryggja að rétthafi njóti ávöxtunar af sparnaðinum.

Einfaldasta leiðin til að skila inn skilagreinum er að senda þær á rafrænu formi í gegnum launagreiðendavefinn. Einnig er hægt að senda skilagreinar beint úr flestum launakerfum.

Tvær leiðir til að skila inn skilagreinum

  1. Launagreiðendavefur
    Launagreiðendavefur Framtíðarauðar er aukin þjónusta við launagreiðendur. Á launagreiðendavefnum er auðvelt að senda inn skilagreinar. Þar er einnig hægt að senda inn textaskrár úr launakerfum, skoða stöðu og hreyfingar og taka út launagreiðendayfirlit.
  2. Launakerfi

Nánari upplýsingar veitir þjónustuaðili viðkomandi launakerfis.

Greiðsla iðgjalda

Hægt er að greiða séreignarsparnaðariðgjöld með því að leggja inn á bankareikning sjóðsins eða óska eftir því að mánaðarlega sé greiðslukrafa stofnuð sem birtist í Fyrirtækjabanka.

Framtíðarauður
Kennitala: 491008-0160
Hagasmára 3, 201 Kópavogi
Netfang skilagreina: lif@islandsbanki.is
Sími: 440-4000
Lífeyrissjóðsnúmer: 006
Iðgjöld greiðist inn á reikning: 515-26-5330

  • Gjalddagi: 10. dagur næsta mánaðar á eftir launatímabili
  • Eindagi: Síðasti dagur næsta mánaðar á eftir launatímabili

Vinsamlegast hafið samband við ráðgjafa í lífeyrisþjónustu Íslandsbanka í síma 440 4000, í netspjalli eða i tölvupósti á sereign@islandsbanki.is til að fá frekari upplýsingar.

Föst mánaðarleg greiðsla

Þeir sem greiða fasta fjárhæð mánaðarlega geta óskað eftir að vera í mánaðarlegri keyrslu sem stofnar skilagrein og greiðsluseðil til greiðslu í netbanka.

Einyrkjar og sjálfstæðir atvinnurekendur


Einn helsti kosturinn við séreignarsparnað fyrir almenna launþega er hversu auðvelt er að spara, þar sem launagreiðandi sér um að standa skil á greiðslum. Fyrir þá sem eru í sjálfstæðum rekstri gilda aðrar reglur um hvað má greiða í séreignarsparnað og þarf viðkomandi sjálfur að standa skil á greiðslum.

Hjá Framtíðarauði er einfalt fyrir aðila í sjálfstæðum rekstri að greiða í séreignarsparnað.

Hvað getur sjálfstæður atvinnurekandi greitt í séreignarsparnað?

Greiðslur í séreignarsparnaðar skiptast í framlag launþega og  mótframlag launagreiðanda.

Framlag launþega

Sjálfstæðir atvinnurekendur geta greitt allt að 4% af reiknuðum launum sem framlag launþega í séreignarsparnað.

Kostir þess að greiða framlag launþega

  • Tekjuskattur greiddur við útborgun á séreignarsparnaði
  • Enginn fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun
  • Hægt er að greiða allt að 4% af reiknuðum launum

Mótframlag launagreiðanda

Sjálfstæðir atvinnurekendur mega greiða allt að 4% af reiknuðum launum auk tveggja milljóna króna á ári sem mótframlag launagreiðanda í séreignarsparnað

Sjálfstæðir atvinnurekendur mega greiða allt að 12% af launum auk kr. 2.000.000 á ári sem mótframlag launagreiðanda í skyldusparnað og/eða í séreignarsparnað. Þetta hlutfall getur því verið allt að 4%, en er í flestum tilfellum 2% eins og hjá almennum launþegum. Mikilvægt er að ráðfæra sig við endurskoðanda þegar verið er að skoða þessi atriði

  • Hægt er að skila inn skilagreinum fyrir hvern mánuð og fá kröfu í netbanka, sjá nánar á Launagreiðendavef.
  • Hægt er að greiða fasta upphæð mánaðarlega og fá kröfu í netbanka

Get ég nýtt séreignarsparnað inn á húsnæðislán eða útborgun vegna húsnæðiskaupa?

Sjálfstæðir atvinnurekendur geta líkt og aðrir nýtt sér tímabundið úrræði ríkisstjórnarinnar um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til útborgunar vegna húsnæðiskaupa, sjá nánar hér.