Gott að vita um séreignarsparnað

Það er í mörg horn að líta með séreignarsparnaðinn. Þú getur til dæmis notað hann skattfrjálst til að safna fyrir útborgun í fyrstu íbúð eða greiða niður húsnæðislán. Þá er lítið mál að hækka framlag úr 2% í 4% og þannig spara tvöfalt meira.

Hefja séreignarsparnað

Skattfrjáls ráðstöfun

Þú getur notað séreignarsparnaðinn skattfrjálst til að greiða niður húsnæðislánið þitt eða til að eiga fyrir útborgun í fyrstu íbúð.

  • Skattfrjáls ráðstöfun
  • Hraðari niðurgreiðsla skulda
  • 2% mótframlag frá vinnuveitanda

Nánar

Hækkun eigin framlags

Frá 1. júlí 2014 hafa launþegar getað hækkað eigið framlag séreignarsparnaðar úr 2% upp í 4% af launum fyrir skatt. Mótframlag launagreiðanda helst óbreytt í 2% eða skv. kjarasamningum.

Nánar

Almennur fyrirvari séreignarsparnaðar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarleiðir heimila fjárfestingar í erlendum fjármálagerningum og fjárfestar skulu hafa í huga áhættu af alþjóðlegum fjárfestingum, sveiflum á gengi gjaldmiðla og aðra mögulega áhættuþætti sem slíkum fjárfestingum fylgir.

Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða og reglur séreignarsparnaðar Íslandsbanka sem finna má á www.vib.is.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.