Úttekt á séreign

Við 60 ára aldur er séreignarsparnaður laus til úttektar en hægt er að taka hann út þegar sjóðfélagi óskar eftir því.

  • Hægt er að taka séreignarsparnaðinn út þó starfsævi sé ekki lokið
  • Enginn fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun
  • Tekjuskattur er greiddur við úttekt og því mikilvægt að skoða í hvaða skattþrepi úttektin lendir
  • Úttekt skerðir ekki greiðslur TR
  • Séreign erfist að fullu til maka og barna án erfðafjárskatts

 

Ég vil að ráðgjafi hafi samband

Hvenær er best að taka út séreignarsparnað?

Það fer eftir aðstæðum hvers og eins hvenær best er að hefja úttekt.

Gott er að velta fyrir sér hvernig nota eigi sparnaðinn og haga úttekt eftir því, til dæmis þegar ljóst er hvernig aðrar tekjur verða, svo sem lífeyrir og greiðslur frá TR.

Ráðgjafar Íslandsbanka veita vandaða ráðgjöf varðandi úttekt séreignarsparnaðar í síma 440-4900 eða í útibúum Íslandsbanka.

Nokkrir punktar um úttekt séreignarsparnaðar

  • Margir bíða eftir að starfsævi lýkur og nota séreignina til að bæta upp tekjumissi
  • Í einhverjum tilfellum getur verið skynsamlegt að taka út séreignarsparnaðinn til að greiða niður lán
  • Þeir sem ekki þurfa á inneigninni að halda gætu kosið að ávaxta hana áfram og beðið með úttekt
  • Ávöxtun séreignarsparnaðar hefur ekki áhrif á greiðslur Tryggingastofnunar og er skattfrjáls
Grein VÍB: Nei, þú þarft ekki að taka út alla séreignina áður en þú hættir að vinna

Þarf ég að taka allan séreignarsparnað út í einu?

Nei, við 60 ára aldur ræður sjóðfélagi hvernig úttekt er háttað. Hægt er að velja um eingreiðslu eða fasta upphæð sem greidd er út í hverjum mánuði.

Það er lítið mál að gera breytingar á útgreiðsluplani hjá verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Íslandsbanka með því að senda tölvupóst á sereign@islandsbanki.is eða hringja í ráðgjafa, en þó er nauðsynlegt að gera það með ágætum fyrirvara.

Hafið í huga að ef allur séreignarsparnaður er tekinn út í einu geta skattgreiðslur orðið umtalsverðar.

Hvernig tek ég út séreignarsparnaðinn minn?

Sótt er um úttekt með því að fylla út umsókn og skila henni í næsta útibú Íslandsbanka.

Starfsfólk í útibúum Íslandsbanka og ráðgjafar í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu veita aðstoð við útfyllingu umsókna og upplýsingar um fyrirkomulag úttektar.

Eyðublöð

Hvernig er úttekt skattlögð?

Tekjuskattur er greiddur við úttekt séreignarsparnaðar. Vegna þrepaskipts skattkerfis kjósa margir að taka ekki allan séreignarsparnað sinn út á einu ári.

Í dag munar 9,3% á 1. og 2. skattþrepi, hátekjuskatti. Hátekjuskattur tekur við þegar tekjur (laun, lífeyrir, greiðslur TR, úttekt séreignar) ná kr. 927.087 á mánuði.

Nánari upplýsingar um tekjuskatt má finna á vef Ríkisskattstjóra.

Skerðir úttekt á séreignarsparnaði afslætti af fasteignagjöldum?

Lífeyrisþegar geta átt rétt á afslætti af fasteigna- og holræsagjöldum sem getur minnkað með auknum tekjum.

Úttekt séreignarsparnaðar getur því í einhverjum tilvikum haft áhrif á slíkt.

Þetta eru einungis dæmi um reglur og afslætti sveitafélaga, en fleiri sveitafélög bjóða upp á afslætti fyrir 67 ára og eldri.

Reglur nokkurra sveitafélaga

Skerðir úttekt á séreignarsparnaði greiðslur Tryggingastofnunar?

Nei, úttekt skerðir hvorki lífeyri né tengdar greiðslur TR.

Þó ber að hafa í huga að sé séreignarsparnaður tekinn út og það fé ávaxtað geta vextirnir skert greiðslur frá TR.

Nánari upplýsingar um skerðingar eru á síðu okkar um skatta og skerðingar.

Sjá tilkynningu Tryggingastofnunar.

Almennur fyrirvari séreignarsparnaðar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarleiðir heimila fjárfestingar í erlendum fjármálagerningum og fjárfestar skulu hafa í huga áhættu af alþjóðlegum fjárfestingum, sveiflum á gengi gjaldmiðla og aðra mögulega áhættuþætti sem slíkum fjárfestingum fylgir.

Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða og reglur séreignarsparnaðar Íslandsbanka sem finna má á www.vib.is.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila

Gengisþróun og ávöxtun

Ávöxtun fjárfestingarleiða undir einu ári er ekki reiknuð á ársgrundvelli heldur er um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun fjárfestingarleiða yfir lengri tímabil en eitt ár er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar fjárfestingarleiðar miðast við síðasta skráða gengi. Ávöxtun er reiknuð í grunnmynt viðkomandi fjárfestingarleiðar.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.