Ertu að missa af 2% launahækkun?

Séreignarsparnaður (viðbótarlífeyrissparnaður) er ein verðmætasta eign okkar við starfslok og jafnframt hagkvæmasta sparnaðarleiðin sem er í boði í dag.

Þú leggur 2-4% af launum í séreignarsparnað og vinnuveitandi leggur til 2% mótframlag, samkvæmt kjarasamningi. Það er ígildi 2% launahækkunar. Þannig leggurðu fyrir til framtíðar með einföldum hætti.

  • Hægt að nýta iðgjöld í sparnað fyrir útborgun á húsnæði skattfrjálst
  • Enginn fjármagnstekjuskattur af ávöxtun
  • Erfist að fullu
  • Ekki aðfararhæfur við gjaldþrot
  • Hægt að velja um fjárfestingarleiðir við hæfi
  • Laus við 60 ára aldur eða við örorku

Ekki gleyma efri árunum

Dæmi um útreikning

Einstaklingur með 400.000 kr. í mánaðarlaun fær 8.000 kr. launahækkun með því að leggja fyrir í séreignarsparnað.

Reiknaðu þitt dæmi

Langar þig að vita hver inneign þín verður í séreignarsparnaði þegar þú hættir að vinna? Þú getur reiknað dæmið miðað við þínar forsendur.

ára
ára
ár
kr
%
%
%
kr
%

Allir geta fundið fjárfestingarleið sem hentar

 

Ævileið

Ævileið hentar þeim sem vilja ávaxta séreignarsparnað sinn eftir aldri og minnka áhættu og sveiflur eftir því sem nær dregur eftirlaunum. Í Ævileið flyst inneign sjálfkrafa á milli fjárfestingarleiða eftir aldri.

Nánar um Ævileið

 

Fyrstu kaup

Allir þeir sem eiga ekki íbúðarhúsnæði geta sótt um að nýta inneign í séreignarsparnaði, skattfrjálst, til að kaupa íbúðarhúsnæði til eigin nota. Við bjóðum upp á fjárfestingarleiðir sem henta sérstaklega fyrir þetta úrræði.

Nánar um fyrstu kaup

 

Séreign inn á lán

Hægt er að nýta séreignarsparnaðariðgjöld inn á lán til júní 2019. Flestir þeir sem ráðstafa iðgjöldum sínum inn á lán kjósa litlar sveiflur og því ætti að velja fjárfestingarleið sem sveiflast lítið. Mikilvægt er að endurskoða fjárfestingarleið um leið og úrræðinu lýkur.

Nánar um séreign inn á lán

Almennur fyrirvari séreignarsparnaðar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarleiðir heimila fjárfestingar í erlendum fjármálagerningum og fjárfestar skulu hafa í huga áhættu af alþjóðlegum fjárfestingum, sveiflum á gengi gjaldmiðla og aðra mögulega áhættuþætti sem slíkum fjárfestingum fylgir.

Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða og reglur séreignarsparnaðar Íslandsbanka sem finna má á www.vib.is.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Gengisþróun og ávöxtun

Ávöxtun fjárfestingarleiða undir einu ári er ekki reiknuð á ársgrundvelli heldur er um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun fjárfestingarleiða yfir lengri tímabil en eitt ár er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar fjárfestingarleiðar miðast við síðasta skráða gengi. Ávöxtun er reiknuð í grunnmynt viðkomandi fjárfestingarleiðar.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.