Í fréttum frá Greiningu er leitast við að draga fram mikilvægustu fréttir á mörkuðum og leggja mat á þýðingu þeirra eftir því sem efni og aðstæður þykja gefa tilefni til.

Áfram hægir á kaupmáttarvexti

​Vöxtur kaupmáttar launa undanfarna 12 mánuði er sá hægasti frá vordögum 2017. Hægari kaupmáttarvöxtur ásamt minni fólksfjölgun helst í hendur við hóflegri vöxt einkaneyslu á seinni helmingi ársins að okkar mati.

Spáum 0,3% hækkun neysluverðs í september

​Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,3% í september fyrri mánuði. Miðað við þá spá eykst verðbólga úr 2,6% í 2,8% í september.

Verðbólga enn við markmið Seðlabankans

Verðbólga hjaðnaði lítillega í ágúst og er nú við markmið Seðlabankans. Verulega hefur dregið úr áhrifum hækkandi íbúðaverðs á verðbólguþróun. Útlit er fyrir að verðbólga verði áfram innan seilingar við verðbólgumarkmiðið á næstunni.

Óbreyttir stýrivextir en tónninn hertur

​Peningastefnunefnd hefur nokkrar áhyggjur af hækkun verðbólguvæntinga og mun að líkindum horfa til hækkunar vaxta ef ekki verður lát á hækkun væntinganna á komandi mánuðum.

Viðsnúningur á vinnumarkaði

​Leitni á vinnumarkaði virðist hafa breyst nokkuð eindregið á tímabilinu frá miðju ári 2016 fram á vordaga 2017.
Fyrirvari vegna efnis frá greiningu

Efni frá Greiningu er unnið af starfsmönnum Greiningardeildar Íslandsbanka. Fyrirvara vegna efnis frá Greiningu má finna hér.