Bókakvöld VÍB - Lesið í markaðinn

Eitt elsta ágreiningsefni í fjárfestingu og eignastýringu er hvort hægt sé að vinna markaðinn samfellt og til lengdar. Þetta er meðal þess sem rætt er um í stórmerkilegri bók þeirra Sigurðar B. Stefánssonar og Svandísar R. Ríkarðsdóttur sem gefin var út í vor.

Björn Berg, fræðslustjóri VÍB, ræðir um bókina góðu og fjárfestingar almennt við Sigurð B. Stefánsson. Sigurð þarf vart að kynna fyrir íslenskum fjárfestum, en fáir hafa verið jafn iðnir við fræðslu um fjárfestingar undanfarna áratugi. Sigurður hefur áður gefið út bókina Hlutabréf og eignastýring og átt ríkan þátt í að byggja hér upp þekkingu og áhuga á aðferðum tæknigreiningar við mat á stefnu markaða.

Upplýsingar

  • 14. september 2016
  • NaN mín NaN sek