Ábyrgar fjárfestingar - Hvaða skoðun hafa þínir peningar?

Umræða um ábyrgar fjárfestingar er víða lengra komin en á íslenskum fjármálamarkaði. Í Noregi hefur olíusjóðurinn sett sér strangar reglur um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum og í Bandaríkjunum hafa David Chen hjá Equilibrium Capital og fleiri boðið upp á fjárfestingar þar sem áhersla er lögð á að skila góðri ávöxtun og hafa samtímis góð áhrif á samfélag og umhverfi.

Á þessum áhugaverða fundi VÍB heldur Chen framsögu og ræðir ábyrgar fjárfestingar við fulltrúa úr íslensku atvinnulífi. Auk Chen eru í umræðum þau Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og meðeigandi hjá Strategíu og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Fundinn opnar Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB og umræðum stýrir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB.

Upplýsingar

  • 15. mars 2016
  • NaN mín NaN sek