Hver græðir á íslenskri tónlist?

VÍB og Harmageddon héldu fund á KEX Hostel um fjármál íslenskra tónlistarmanna.
Rætt var um þá fjárfestingu sem felst í að koma íslensku tónlistarfólki á framfæri erlendis og hver greiði fyrir slíkt. Einnig var farið yfir tekjur í tónlistarheiminum í dag og þá breytingu sem orðið hefur á undanförnum árum. Hvaðan koma tekjurnar og hverjir fá þær?

Fundarstjórar:
  • Máni Pétursson, umsjónarmaður Harmageddons á X977
  • Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB

Í umræðum taka þátt:

  • Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar
  • María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, Hjálma og fleiri hljómsveita og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna.
  • Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka
  • Stefán Hjörleifsson, tónlistarmaður og stofnandi Tónlist.is

Í upphafi svarar María Rut spurningunni "Er eitthvað upp úr því að hafa að koma sér á framfæri erlendis?".

Upplýsingar

  • 04. nóvember 2014
  • NaN mín NaN sek