Hvaða fræðslu getum við boðið upp á?

Íslandsbanki býður upp á ókeypis fræðslu sem fjöldi skóla, vinnustaða og samtaka nýtir sér. Við getum litið í heimsókn eða tekið á móti hópum í höfuðstöðvum okkar í Norðurturni.

 

Hvernig óska ég eftir fræðslu? 

Hér að neðan má sjá þá fræðslu sem í boði er. Beiðnina leggið þið inn í forminu til hægri. Lágmarksfjöldi gesta er 10 og er þjónustan í boði á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

 

Hverjir hafa nýtt sér þetta?

Óskum um fræðslu frá Íslandsbanka hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Algengt er að forsvarsmenn stærri fyrirtækja biðji okkur um að fræða starfsfólk sem nálgast lífeyrisaldur en slíkir fyrirlestrar hafa auk þess verið haldnir fyrir félagasamtök, velferðasvið sveitafélaga og stéttafélög.

Fjölmargir skólar á öllum skólastigum hafa samband ár hvert og óska eftir fræðslu fyrir nemendur um allt frá heimilisfjármálum til viðskipta á verðbréfamörkuðum. 

Við hjá Íslandsbanka leggjum áherslu á að fræðslan sé umfram allt gagnleg og aðgengileg.

Ósk um fræðslu

Fræðsla og fróðleikur

Fjármál við starfslok

Lengd: 45-60 mínútur

Um 9.000 manns hafa sótt eða horft á 110 fundi Íslandsbanka um starfslok.

Erindin eru sérlega hentug þeim sem náð hafa 60 ára aldri en rætt er um lífeyri, skatta, Tryggingastofnun og fleira sem gott er að hafa á hreinu.

Sparnaður og fjárfestingar

Lengd: 30-60 mínútur

Hvernig byggjum við upp sparnað á Íslandi í dag? Hvert er raunverulegt öryggi fjárfestinga og hvernig er best að ávaxta fé?

Gagnleg erindi sem taka mið af aðstæðum hverju sinni.

Hvernig byrja ég að fjárfesta?

Lengd: 45-60 mínútur

Erindi Íslandsbanka um sparnað og fjárfestingar eru meðal eftirsóttasta efnis sem við bjóðum upp á.

Kjörinn fróðleikur fyrir ungt fólk sem vill vera vel undirbúið þegar lagt er fyrir til framtíðar.

Erlendar fjárfestingar

Lengd: 30-60 mínútur

Við afléttingu gjaldeyrishafta vilja margir endurskoða eignasöfn sín.

Rætt er um erlenda fjárfestingarkosti, æskilegt hlutfall í eignasöfnum Íslendinga og hvernig hægt sé að fjárfesta á erlendum mörkuðum.

Séreignarsparnaður

Lengd: 30-60 mínútur

Hvernig er best að ávaxta séreignarsparnað? Eigum við að greiða hann inn á húsnæðislán?

Hvaða reglur eiga við um íslenskan séreignarsparnað?

Fjármál fyrir unglinga

Lengd: 30-60 mínútur

Fjöldi gagnfræði- og framhaldsskóla nýtir sér fræðslu Íslandsbanka um fjármál og fjárfestingar.

Við leggjum ríka áherslu á að auka fjármálalæsi á Íslandi og tökum alltaf vel í óskir um fræðslu fyrir ungt fólk.

Fyrirvari vegna fræðsluefnis

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandsbanki ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.