Hvað þýða fjármálahugtökin?

Aðferð þar sem keypt er reglulega til að fá betra meðalverð á sparnaði. Forðar oft fjárfestum frá því að setja alla fjárhæðina inn á markaðinn á röngum tíma. Aðferðina má einnig nota við sölu.
Mismunur á markaðsverðmæti og uppreiknuðu verði sem myndast þegar ávöxtunarkrafa er hærri en nafnvextir skuldabréfs.
Þeir vextir sem gera mismun á núvirði tekjustraums og upphafsfjárhæð við fjárfestingu jafnt og núll.
Samningur milli tveggja aðila þar sem virði samningsins ákvarðast af verði á undirliggjandi eign s.s. hlutabréfi, skuldabréfi, olíu, gulli, korni eða gjaldmiðlum.
Tölfræðilegt hugtak sem segir að því lengra sem slembitala (e. random number) leitar frá meðaltali sínu, því meiri verði líkurnar á því að næsta útkoma verði með minna frávik. Ef ein útkoma er mjög langt frá viðmiðun sinni eða meðaltali er líklegt að næsta útkoma verði ekki eins langt í burtu.
Kennitala sem sýnir hlutfallið á milli hagnaðar fyrirtækis og eigin fjár þess. Hún sýnir með beinum hætti ávöxtun eigandans af starfsemi fyrirtækisins. Ef eigið fé í fyrirtæki er 100 og hagnaður er 10 er arðsemi eigin fjárins 10/100 eða 10%. Almennt er hlutfallið notað til að meta hvað fyrirtæki er vel rekið.
Möguleikinn á því að ávöxtun verðbréfa verði ekki sú sem stefnt var að þegar þau voru keypt. Áhættan stafar m.a. af sveiflum í verði skuldabréfa og hlutabréfa.
Mismunur á ávöxtun tiltekins verðbréfs og áhættulausrar ávöxtunar. Ríkisvíxlar eru yfirleitt notaðir sem viðmið um áhættulausa ávöxtun.
Það að dreifa fjárfestingu á mismunandi verðbréfaflokka eða á margar tegundir verðbréfa til að draga úr áhættu.
Fjárfestir sem vill ekki taka mikla áhættu en sættir sig þess í stað við lægri ávöxtun.
Þeir vextir sem hægt er að fá með allra minnstu áhættu. Oft er miðað við ávöxtun ríkisvíxla.
Fjárfestir sem er reiðubúinn að taka á sig mikla áhættu í von um háa ávöxtun.
Mælikvarði á hversu mikla áhættu fjárfestir er reiðubúinn að taka.
Mælikvarði á næmi hlutabréfa fyrir almennum verðbreytingum á hlutabréfamarkaði eða mælikvarði á markaðsáhættu hlutabréfa. Verð hlutabréfa með betagildi yfir einum hefur tilhneigingu til að sveiflast meira en verð á markaðnum almennt, verð hlutabréfa með betagildi frá 0 til 1 sveiflast minna en verð á markaðnum almennt og verð hlutabréfa með neikvætt betagildi (undir 0) breytist gagnstætt því sem gerist almennt á markaðnum hverju sinni, þ.e. þegar verð hækkar almennt lækkar verð þessara hlutabréfa og öfugt.
Aðferð til að reikna út hvaða ávöxtunarkröfu er eðlilegt að gera til fjárfestingar.
Það að kaupa verðbréf í þeim tilgangi að selja þau innan dagsins.
Allur eignarhlutur hluthafa í fyrirtæki. Eigið fé getur verið samsett úr hlutafé, lögbundnum varasjóði, endurmatsreikningi og óráðstöfuðu eigin fé. Eigið fé í ársreikningi eru eignir að frádregnum skuldum.
Skipting eignasafna á milli mismunandi verðbréfaflokka t.d. hlutabréfa, skuldabréfa eða annarra flokka. Hver flokkur vegur misjafnlega mikið eftir því hvaða forsendur fjárfestir leggur til grundvallar.
Það að hnika til vægi milli verðbréfaflokka í eignasöfnum eftir aðstæðum til að reyna að hækka ávöxtun eða það að velja, kaupa og selja hlutabréf eða skuldabréf til að ná fram hærri ávöxtun en næst að meðaltali á markaði, miðað við þá aðferð sem valin er til stýringar.
Aðferð sem felur í sér að fjárfestir víkur markvisst frá þeim grunni að eignaskiptingu sem ákveðinn er í fjárfestingarstefnu safnsins til að taka stöðu í flokki verðbréfa sem hann telur að muni hækka meira en aðrir.
Endurstilling felur í sér að hlutföll á milli verðbréfaflokka eru færð aftur í upprunalega stöðu með reglulegu millibili, t.d. árlega, þegar þau víkja frá fjárfestingarstefnu vegna verðbreytinga á markaði.
Ákveðnir opinberir aðilar og aðrir með starfsleyfi á fjármálamarkaði, auk einstaklinga og lögaðila sem óskað hafa skriflega eftir slíkri viðurkenningu frá fjármálafyrirtæki sem hefur heimild til verðbréfaviðskipta, enda uppfylli þeir skilyrði um faglega þekkingu, regluleg viðskipti og verulegan fjárhagslegan styrk.
Hlutabréf í fyrirtæki sem eru í eigu almennings og fagfjárfesta og keypt eru og seld á markaði. Flot er reiknað með því að draga frá heildarnafnvirði hlutabréfa þau hlutabréf sem bera hömlur í viðskiptum eða vitað er að eru í eigu langtímafjárfesta og því ekki til sölu.
Gengisstefna þar sem gengi gjaldmiðils ræðst algerlega af framboði og eftirspurn á markaði.
Breytileiki eða sveiflur á verði eða gengi t.d. hlutabréfa, gjaldmiðla o.s.frv. Staðalfrávik prósentubreytinga (eða mismunar lógaritma) á tilteknu tímabili, t.d. innan dags, mánaðar eða árs.
Safn eða sjóður með hlutabréfum fárra fyrirtækja, t.d. aðeins um 5 til 15. Fókusfjárfestar leggja áherslu á að læra allt um tiltekin fyrirtæki og einbeita sér að þeim. Með fáum fyrirtækjum verður frávik frá ávöxtun markaðarins mikið hvort sem er upp eða niður.
Lína sem sett er saman úr skilvirkum verðbréfasöfnum á áhættu- og ávöxtunarmynd. Fyrir neðan framlínuna liggur mengi safna sem eiga það sameiginlegt að fá má hærri ávöxtun án þess að auka áhættu eða draga úr áhættu án þess að lækka ávöxtun með því að breyta samsetningu þeirra. Fyrir ofan framlínuna eru engin verðbréfasöfn því að ekki er hægt að tengja saman öll áhættu- og ávöxtunarstig.
Samningur milli tveggja aðila þar sem annar aðilinn skuldbindur sig til þess að afhenda (selja) ákveðið magn af ákveðinni vöru á ákveðnum tíma í framtíðinni og hinn aðilinn er skuldbundinn til þess að greiða ákveðna upphæð fyrir vöruna þegar hann fær hana afhenta. Sá sem afhendir vöruna er því seljandinn og sá sem fær hana afhenta er kaupandinn í framvirka samningnum.Varan sem er keypt og seld er yfirleitt kölluð undirliggjandi eign.
Áhætta sem tengd er hlutabréfum í einstökum fyrirtækjum. Slíka áhættu má minnka verulega eða jafnvel losna alveg undan með því að fjárfesta í mörgum fyrirtækjum.
Ávöxtun verðbréfa án samanburðar við vísitölu, t.d. 5%, 8%.
Vísitala sem mælir verð gjaldmiðils gagnvart vegnu meðaltali mynta helstu viðskiptalanda. Hlutdeild einstakra landa í erlendum viðskiptum endurspeglar vægi viðkomandi myntar í vísitölunni.
Hættan á því að gengi gjaldmiðils breytist fjárfesti í óhag, t.d. þannig að verðmæti eignar í viðmiðunarmynt verði lægra en gert var ráð fyrir.
Greining sem byggist á því að meta virði hlutabréfa með því að reikna út raunverulegt verðmæti fyrirtækja. Við greininguna er litið til efnahagsumhverfis og stöðu atvinnugreinar fyrirtækis, auk upplýsinga um rekstur þess og stjórnun. Meðal annars eru tekjur, hagnaður, framtíðarvöxtur o.fl. notuð við verðmatið.
Kennitala sem mælir hlutfall milli árshagnaðar og markaðsverð fyrirtækis, andhverfa VH hlutfallsins.
Árshagnaður fyrirtækis deilt með fjölda nafnverðshluta.
Hlutabréfavísitala fjárfestingarbankans Morgan Stanley sem mælir verðbreytingar á skráðum hlutabréfum um heim allan.
Það þegar flestir aðilar á markaðnum taka mið hver af öðrum og kaupa eða selja á svipuðum tíma.
Línurit þar sem hver punktur á línu er meðaltal sem er reiknað út frá gildum fyrir tiltekinn fjölda tímabila aftur í tímann. Ef tímabilin hafa jafnt vægi í útreikningi meðaltalsins er talað um einfalt hlaupandi meðaltal en vegið hlaupandi meðaltal ef ákveðin tímabil hafa meira vægi en önnur (sjá nánar í viðauka).
Það að velja hlutabréf sérstaklega í safn til að ná betri árangri en sem nemur meðaltali markaðarins.
Ávöxtun verðbréfa í samanburði við tiltekna viðmiðun, s.s. vísitölu markaðar.
Sú aðferð að kaupa „sneið af öllum markaðnum" í stað þess að velja hvert og eitt fyrirtæki sérstaklega. Hlutföll fyrirtækja í slíku safni verða þau sömu og á markaðnum í heild, þ.e. í réttu hlutfalli við markaðsverðmæti þeirra á hverjum degi.
Upphafleg upphæð skuldabréfs eða fjárfestingar.
Það að geta fengið peningagreiðslu í dag eða eftir ákveðinn tíma með því að kaupa eða selja tengdar eignir án þess að þurfa að leggja til viðbótarfé í fjárfestinguna eða að taka áhættu.
Núvirði af tekjum fyrirtækis í framtíðinni. Oft reiknað út með því að áætla hagnað fyrirtækis næstu 10 árin og um leið söluverðmæti þess í lok tímabilsins.
Kennitala sem segir til um hve næmt verð á skuldabréfi er fyrir breytingum ávöxtunarkröfu á markaði. Íhvolfun tekur tillit til þess að ekki er línulegt samband á milli ávöxtunarkröfu og verðs á skuldabréfi.
Sérstök gerð af línuriti sem er mikið notað við tæknigreiningu.
Markaður þar sem eftirspurn eftir bréfum er meiri en framboð og verð fer hækkandi.
Hlutabréfa- eða skuldabréfasjóðir sem eru settir upp til að rekja nákvæmlega vísitölu markaðarins. Eignir slíks sjóðs eru nákvæmlega eins settar saman eins og fyrirtæki eða flokkar verðbréfa eru í vísitölunni. Hlutabréf kauphallarsjóða eru síðan skráð í kauphöll og þau er hægt að kaupa og selja eins og hver önnur hlutabréf. Meirihluti kauphallarsjóða er hlutabréfasjóðir sem fjárfesta í sömu hlutföllum og ákveðnar vísitölur.
Samningsréttur sem veitir eiganda réttinn á en ekki skyldu til að kaupa ákveðið magn af undirliggjandi eign, á ákveðnu verði, yfir ákveðið tímabil eða á ákveðnum degi í framtíðinni.
Stöðutaka til fáeinna vikna, nokkurra mánaða eða ára.
Reikningur þar sem lánað er til verðbréfaviðskipta gegn veði í verðbréfum.
Beinar línur sem dregnar eru inn á línurit eða stjakamynd af verði hlutabréfs eða safns hlutabréfa og ætlað er að gefa vísbendingu um hvert verð stefnir.
Sjóður þar sem ákveðið hámark er sett á fjölda hlutdeildarskírteina.
Mismunurinn milli tveggja hlaupandi meðaltala með mismunandi tímabilum.
Það að kaupa hlutdeild í markaðnum í heild eða ákveðnum hluta hans til að selja aftur eftir að ytri aðstæður hafa breyst víxlaranum í hag.
Áhætta sem skapast af verðbreytingum á hlutabréfamarkaðnum öllum. Ekki er hægt að losna við hana með því að eiga safn hlutabréfa. Markaðsáhættu má rekja til ýmissa óvæntra atburða og breytinga á ytri skilyrðum sem hafa áhrif á rekstur fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild.
Skuldabréf sem eru skráð og ganga kaupum og sölum á skipulögðum verðbréfamarkaði.
Safn eða sjóður þar sem keypt er hlutdeild í öllum skráðum fyrirtækjum á markaði eða öllum skráðum flokkum verðbréfa í stað þess að velja hvert og eitt fyrirtæki sérstaklega.
Vextir sem eru í boði á verðbréfamarkaði hverju sinni fyrir peninga sem lagðir eru fram til ávöxtunar í ákveðinn tíma.
Það að verð á markaði hækki og lækki til skiptist án þess að meðaltalið breytist.
Kennitala sem segir til um hve lengi höfuðstóll tiltekins skuldabréfs er að meðaltali bundinn í fjárfestingunni. Meðaltíminn segir til um hve næmt verð á skuldabréfi er fyrir breytingum ávöxtunarkröfu á markaði. Meðaltími gerir ráð fyrir að línulegt samband sé á milli ávöxtunarkröfu og verðs.
Markaður þar sem innlánsstofnanir lána hver annarri peninga, allt frá einum degi til tólf mánaða.
Stöðutaka til fáeinna mínútna eða nokkurra klukkustunda innan dagsins.
Sú leið að kaupa hlutabréf sem eru byrjuð að hækka í verði og talið er að muni hækka áfram vegna ört vaxandi hagnaðar, veltu o.s.frv. Gildir með öfugum formerkjum í lækkun og skortsölu.
Sú leið að kaupa og selja hlutabréf gegn almennum viðhorfum á markaði, t.d. kaupa eftir að verð hefur lækkað verulega eftir mikinn þrýsting á framboðshlið markaðarins.
Ávöxtun af ákveðinni eign að meðtalinni hækkun vegna verðbólgu.
Aðferð við val á hlutabréfum þar sem byrjað er að velja fyrirtæki sem koma best út án tillits til atvinnugreinar eða lands. Samsetning safns með tilliti til vísitölu markaðarins er aðeins höfð til hliðsjónar en stýrir ekki vali.
Útreikningur á því hvers virði peningagreiðslur sem fást í framtíðinni eru núna miðað við ákveðna ávöxtunarkröfu.
Aðferð við val á hlutabréfum þar sem núverandi staða og framtíðarhorfur í efnahags- og þjóðfélagsmálum eru metnar. Þá er staðan í atvinnugreinum könnuð og síðast staða einstakra fyrirtækja. Safn sem þannig er sett saman speglar að jafnaði vel markaðsvísitölu viðkomandi markaðar.
Sú staða að ekki er hægt að sjá fyrir hversu stórt tap kann að verða. Opin áhætta kann að myndast þegar von er á upphæð í erlendri mynt eftir tiltekinn tíma eða þegar hlutabréf eru tekin að láni og skortseld. Hægt er að verja slíkar stöður með afleiðuviðskiptum.
Sjóður þar sem ekki er háð takmörkun hve mikið af hlutdeildarskírteinum hans eru seld.
Hagnaður sem ekki er greiddur út í arð til hluthafa.
Staða þar sem aðilar geta ekki bætt hag sinn án þess að minnka hag einhvers annars.
Kennitala sem fæst með því að deila vexti hagnaðar á hlut upp í VH hlutfallið. PEG er PE (VH) deilt með G þar sem G stendur fyrir vöxt í hagnaði á hlut.
Ávöxtun yfir verðbólgu, þ.e. ávöxtun umfram hækkun viðmiðunarvísitölu. Algengast er að miða við vísitölu neysluverðs þegar raunávöxtun er reiknuð. Dæmi: Ávöxtun er 7%, verðbólga er 2%, raunávöxtun er þá 4,9% (1,07/1,02=1.049).
Vextir yfir verðbólgu, þ.e. vextir umfram hækkun viðmiðunarvísitölu. Algengast er að miða við vísitölu neysluverðs þegar reiknaðir eru raunvextir. Nafnvextir af verðtryggðu skuldabréfi eru sömu og raunvextir. Dæmi: Nafnvextir óverðtryggðs skuldabréfs eru 8%, verðbólgan er 3%, raunvextir eru þá 4,85% (1,08/1,03=1.0485).
Óverðtryggt skuldabréf útgefið af ríkissjóði.
Verðtryggt skuldabréf útgefið af ríkissjóði.
Bandarísk hlutabréfavísitala sem mælir verðbreytingar á hlutabréfum í 500 bandarískum fyrirtækjum.
Kenning þar sem hámarksávöxtun í safni verðbréfa er fundin með því að halda áhættu óbreyttri, eða áhætta er lágmörkuð í safni miðað við einhverja tiltekna ávöxtun.
Samheiti yfir þær aðferðir sem notaðar eru við að breyta hlutföllum milli verðbréfaflokka í safni til þess að ná sem bestri ávöxtun.
Eðlilegt verð sem greitt er fyrir tiltekið fyrirtæki á markaði, þ.e. þá ávöxtun sem svarar beint til fjárhagslegrar afkomu fyrirtækisins.
Hugtak sem notað er til að lýsa markaðsaðstæðum, byggt á veltu og verðbreytingum hlutabréfa og óháð afkomu fyrirtækja eða væntingum þar um.
Hættan á því að ekki sé hægt að selja verðbréf hvenær sem þess er óskað eða að mikill munur sé á kaup- og söluverði þannig að tap myndast við sölu.
Lýsing á ástandi markaðarins þar sem framboð á hlutabréfum er mun meira en eftirspurn og verð þess vegna lækkandi.
Sjóðir sem fjárfesta í öðrum sjóðum.
Safn verðbréfa sem er þannig samsett að ekki er hægt að auka ávöxtun án þess að auka um leið áhættu og ekki er heldur hægt að draga úr áhættu án þess að minnka um leið ávöxtun.
Markaður er talinn skilvirkur þegar allir fjárfestar hafa jafnan aðgang að upplýsingum, þegar allar nýjar upplýsingar koma á augabragði fram í verði og alltaf er hægt að kaupa og selja.
Það að taka hlutabréf að láni og selja í þeirri von að hægt verði að kaupa aftur á lægra verði til að skila þeim aftur.
Sú staða að vera skuldbundinn til að selja undirliggjandi eign samkvæmt ákvæðum framvirks samnings án þess að hafa slíka eign undir höndum. Skortstaða í hlutabréfum myndast eftir að hlutabréf hafa verið tekin að láni og seld en ekki keypt til að skila aftur.
Mælikvarði á hraða verðbreytinga sem er jafngildur hallatölu verðsins. Er ætlað að gefa vísbendingu um aflið sem knýr fram breytingu á verði hlutabréfs eða á markaðnum öllum.
Kostnaður vegna ávöxtunar sem glatast t.d. vegna mistaka við val á hlutabréfum eða tímasetningu markaðarins.
Skjal þar sem fram kemur viðurkenning á að peningafjárhæð hafi verið tekin að láni. Lántakandinn lofar að greiða skuldina aftur á tilteknum degi og greiða jafnframt vexti af henni eins og mælt er fyrir á skuldabréfinu.
Skuldabréf með sömu ávöxtunarkröfu og nafnvextir þess. Uppreiknað verðmæti er þá jafnt og markaðsvirði.
Skuldabréf með vöxtum sem taka breytingum með hliðsjón af tiltekinni viðmiðun, t.d. meðalvöxtum Seðlabanka Íslands.
Skuldabréf þar sem upphaflegur höfuðstóll greiðist til baka með jöfnum afborgunum. Höfuðstóllinn fer lækkandi eftir því sem á lánstíma skuldabréfsins líður og eru vaxtagreiðslur hæstar fyrst en lækka síðan jafnt og þétt.
Skuldabréf þar sem lánið greiðist til baka með jöfnum greiðslum. Hlutur vaxta í greiðslu er mestur fyrst en fer lækkandi eftir því sem á lánstíma skuldabréfsins líður en hluti afborgunar af höfuðstóli fer hækkandi. Slík skuldabréf nefnast einnig jafngreiðslubréf og annuitetsbréf.
Skuldabréf þar sem vextir eru greiddir reglulega á lánstíma bréfsins og á síðasta gjalddaga er auk þess upphaflega lánsfjárhæðin endurgreidd.
Stöðutaka til fáeinna klukkustunda eða nokkurra daga.
Sú kenning að öll fáanleg vitneskja á markaðnum komi fram í verði hlutabréfa á hverjum tíma og að verð á markaði geti því ýmist hækkað eða lækkað. Framvinda ræðst af nýjum upplýsingum eða nýjum fréttum sem geta hvort sem er leitt til hækkunar eða lækkunar. Enginn einn fjárfestir hefur því möguleika á að gera betur en annar.
Sú leið að reyna að sjá fyrir hvernig verð breytist á markaði óháð fjárhagslegum og markaðslegum aðstæðum. Spákaupmenn versla með hlutabréf, gjaldeyri, hrávörur o.fl.
Tölfræðileg stærð sem notuð er til að mæla sveiflur frá meðaltali, t.d. sveiflur á ávöxtun verðbréfa. Formúlu fyrir útreikningi staðalfráviks er að finna í viðauka.
Sú leið að taka áhættu til skamms eða langs tíma í verðbréfum, gjaldmiðlum eða hrávöru í þeim tilgangi að selja aftur með hagnaði. Í stöðutöku er ýmsum aðferðum beitt, t.d. víxlun og spákaupmennsku.
Tæknivísar sem notaðir eru í misvægisstöðum vegna offramboðs eða lítillar eftirspurnar. Með þeim er reynt að finna hæsta punktinn í uppsveiflu eða lágpunktinn í niðursveiflu áður en viðsnúningur verður.
Stöðutaka til fáeinna daga eða nokkurra vikna.
Réttur en ekki skylda til að selja ákveðið magn af undirliggjandi eign, á ákveðnu verði, yfir ákveðið tímabil eða á ákveðnum degi í framtíðinni.
Tæknivísar sem reiknaðir eru út eftir gögnum frá liðnum tíma.
Aðferð notuð við kaup eða sölu á verðbréfum þar sem hámarkstap er skilgreint og stöðu lokað ef því er náð.
Sú aðferð að kaupa og selja eftir upplýsingum um stöðu markaðarins fyrir viðkomandi hlutabréf eða stöðu á markaðnum í heild.
Sá tími sem tekur að tvöfalda höfuðstólinn sem verið er að ávaxta. Vaxtaprósenta og áhrif vaxtavaxta segja til um hver þessi tími verður.
Aðferð sem byggir m.a. á því að rannsaka þróun verðs og viðskiptaveltu einstakra verðbréfa í fortíð til að spá fyrir um verðþróun þeirra í framtíð. Helstu tól til tæknigreiningar eru línurit og tæknivísar.
Stærðir sem reiknaðar eru út frá verði og veltu hlutabréfa yfir tíma í því skyni að gefa vísbendingu um hvert verð muni þróast.
Beinn kostnaður fjárfestis við nauðsynleg tæki, upplýsingar, aðstöðu og laun, þar sem það á við.
Vara sem er notuð til viðmiðunar í afleiðusamningi.
Samningur sem veitir kaupanda rétt til að eiga viðskipti í framtíðinni á verði sem ákveðið er í dag. Sá sem selur samninginn er bundinn af honum en kaupandinn getur valið hvort hann nýtir rétt sinn til að eiga viðskipti. Viðskiptin geta verið kaup eða sala á vöru, verðbréfum, gjaldeyri, fasteignum o.fl. (Sjá einnig kauprétt, sölurétt og framvirkan samning.)
Hættan á því að ávöxtunarkrafa á markaði hækki frá því skuldabréf með föstum vöxtum er keypt þar til það er selt og lægra verð fáist fyrir bréfið.
Mynd af ávöxtunarkröfu skuldabréfa til mismunandi langs tíma sem endurspeglar væntingar um þróun vaxta í framtíðinni.
Það að kaupa hlutabréf fyrirtækja sem hafa sýnt kröftugan vöxt og mikinn og hratt vaxandi hagnað. Vaxtarfyrirtæki fjárfestir oftast sjálft hagnað sinn til að auka umsvifin í eigin rekstri í stað þess að greiða hann út sem arð til hluthafa.
Vextir sem reiknast ofan á vexti, svokallaðir vaxtavextir.
Aðferð notuð í tæknigreiningu þar sem leitast er við að greina hvort þrýstingur er á kaup- eða söluhlið með því að tengja veltu við verðbreytingar.
Mælikvarði á það hversu mikið almennt verðlag hækkar á ákveðnu tímabili. Á Íslandi er vísitala neysluverðs notuð.
Hættan á því að verðbólga verði önnur (meiri) en reiknað var með við kaup og fjárfesting skili lægri ávöxtun.
Safn af skuldabréfum, hlutabréfum og/eða öðrum auðseljanlegum verðbréfum. Fjárfestar geta keypt hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum og eignast þar með hlut í mörgum tegundum verðbréfa. Verðbréfasjóðir sem eingöngu fjárfesta í hlutabréfum eru nefndir hlutabréfasjóðir.
Mælikvarði á það hversu mikið almennt verðlag lækkar á ákveðnu tímabili. Á Íslandi er vísitala neysluverðs notuð.
Það að stór pöntun um kaup eykur eftirspurn þannig að verðið tekur að hækka áður en pöntunin er afgreidd að fullu. Sama á við um stóra sölupöntun þegar verð tekur að lækka áður en pöntun er afgreidd að fullu.
Leiga sem greidd er fyrir afnot af peningum. Vextir eru tímatengdur kostnaður, því lengur sem lántakandi hefur peninga að láni þeim mun meira borgar hann. Vextir eru venjulega settir fram sem ákveðinn hundraðshluti af höfuðstólnum sem tekinn er að láni. Ef vextir reiknast eingöngu af höfuðstól er talað um flata vexti eða einfalda vexti. Ef vextir reiknast á vexti er talað um vaxtavexti.
Hlutfallið á milli markaðsverðs fyrirtækis og árshagnaðar. Gefur til kynna hversu margra ára hagnað á hlut fjárfestar vilja greiða fyrir hvern hlut í fyrirtæki.
Kostnaður sem myndast við kaup eða sölu á verðbréfum s.s. þóknun og tap vegna verðskriðs.
Viðskiptavild er mismunur á kaupverði fyrirtækis og verðmæti eigna þess (allra efnislegra eigna að viðbættum skilgreindum óefnislegum eignum). Viðskiptavild er aðeins bókfærð hafi hún verið keypt. Hún á að endurspegla getu fyrirtækis til þess að hagnast meira en gengur og gerist í viðkomandi atvinnugrein. Hún á að vera verðmat á umframhagnað fyrirtækis í framtíð, þ.e. umfram hæfilega ávöxtun í greininni.
Sú leið að leita eftir hlutabréfum sem sýnast vera góð kaup vegna þess að skráð verð á markaði er langt undir útreiknuðu verðmæti þeirra. Meginmarkmið í virðisfjárfestingu er að beita grunngreiningu til að finna fyrirtæki sem hægt er að kaupa ódýrt. Slík greining byggist á því að reikna út raunverulegt verðmæti fyrirtækja, m.a. eftir forsendum um tekjustreymi þeirra í framtíðinni.
Það að velja verðbréf í safn með það að markmiði að ná betri árangri en viðmiðunarvísitala. Virk stýring byggir á þeirri grundvallarforsendu að markaðir séu ekki alltaf skilvirkir, þ.e. að ekki séu allar upplýsingar um fyrirtæki komnar inn í verð bréfs.
Að kaupa eða selja verðbréf eftir að hafa safnað upplýsingum á kerfisbundinn hátt, t.d. um vexti, gengi gjaldmiðla og ýmiss konar hagvísa, til að ná fram hagnaði í sveiflum til skamms tíma.
Fjárfestingarsjóður sem hefur rýmri fjárfestingarheimildir en hefðbundnir verðbréfasjóðir. Þar sem lagaumhverfi þeirra er annað en hjá verðbréfasjóðum er neytendavernd minni enda er aðgengi almennra fjárfesta að þeim takmarkað. Í rýmri fjárfestingarheimildum getur m.a. falist heimild til að fjármagna verðbréfaviðskipti með lánum og stunda afleiðuviðskipti.
Mismunur á markaðsverðmæti og uppreiknuðu verði sem myndast þegar ávöxtunarkrafa er lægri en nafnvextir skuldabréfs.
Fyrirvari vegna fræðsluefnis

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandsbanki ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.