Hvernig byrja ég að fjárfesta?

Á þessari síðu er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig best er að byrja að fjárfesta og hvaða hættur kunna að leynast á veginum. 

Hér finnurðu upptöku frá fræðslufundum sem haldnir hafa verið í samstarfi við Unga fjárfesta og aðrar gagnlegar upplýsingar um hvernig þú átt að taka fyrstu skrefin í áttina að því að fjárfesta til framtíðar.

Hvernig byrja ég að fjárfesta?

Upptaka frá fundi VÍB og Ungra fjárfesta sem haldinn var í Háskólabíó.

Á fundinum var meðal annars rætt um mikilvægi þess að fjárfestar skilji verðbréfamarkaði og hegðun þeirra, en á undanförnum árum hefur VÍB staðið fyrir metnaðarfullu fræðslustarfi sem aðstoðar fjárfesta við fyrstu skrefin.,

Framsögumaður var Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB og Íslandsbanka.

Byrjum að fjárfesta

Í september 2015 hélt VÍB námskeið í samstarfi við Unga fjárfesta. Námskeiðið var framhald af fundinum vinsæla "Hvernig byrja ég að fjárfesta". 

Þar var ítarlega farið í 5 þætti fjárfestinga - fasteignamarkaðinn, erlendamarkaði, íslenska skuldabréfamarkaðinn, íslenska hlutabréfamarkaðinn og lestur og greiningu ársreikninga.

Upptökur frá þessum námskeiðum eru aðgengilegar öllum og frábært fræðsluefni fyrir þá sem vilja byrja að fjárfesta.

Bókalisti VÍB

VÍB tekur þátt í lestrarátakinu Allir lesa og hvetur fólk til að lesa fjármálabækur.

Í tilefni þess fengum við góðan hóp fólks til að mæla með áhugaverðum fjármálabókum. Bækurnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Kynntu þér allan listann

Viltu hjálp við að byrja að fjárfesta?

Fylltu út formið og ráðgjafi VÍB hefur samband um hæl.

Fyrirvari vegna fræðsluefnis

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandsbanki ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.