Hvert stefnir stafræn tónlist?

Fjármál tónlistariðnaðarins hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár.

Stafrænar dreifileiðir hafa tekið yfir markaðinn en það á enn eftir að koma í ljós hvernig tekst að nýta þær í tekjuöflun.

Við í VÍB höfum fylgst með þessum áhugaverða markaði í nokkur ár og við vonum að þið hafið gagn og gaman af þeim litlu fróðleiksmolum sem finna má hér á síðunni.

Hver græðir á íslenskri tónlist?

VÍB og Harmageddon á X977 héldu fróðlegan fund um tónlist á Kex hostel haustið 2014. 

Fundinum stýrðu þeir Máni Pétursson, umsjónarmaður Harmageddons og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB.

Í umræðum tóku þátt þau:

  • Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar
  • María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, Hjálma og fleiri hljómsveita og framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna
  • Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka
  • Einar Örn Benediktsson, tónlistarmaður
  • Stefán Hjörleifsson, tónlistarmaður og stofnandi Tónlist.is

Stafræn sala tekur yfir tónlistarmarkaðinn

Tekjusamsetning tónlistarútgefenda hafa breyst gríðarlega á undanförnum árum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Stóru fréttirnir eru tvær; annars vegar hafa heildartekjur dregist umtalsvert saman og hins vegar skapa stafrænar dreifileiðir nú meiri tekjur en sala á plötum og geisladiskum. Setja þarf þó þann fyrirvara á þessar tölur að kostnaður við dreifingu stafrænnar tónlistar getur verið mun minni og myndin sýnir eingöngu tekjur, ekki hagnað.

 

Vínilplatan snýr aftur

Það hefur varla farið fram hjá neinum að sala á vínilplötum hefur tekið stökk undanfarin ár.

Þessa þróun sjáum við á heimsvísu en í Bandaríkjunum hefur söluaukningin verið hvað mest, eða um tíföld frá hruni og hefur ekki verið meiri í 28 ár. Þetta gerist samhliða miklum samdrætti í sölu geisladiska. Árið 2012 nam sala vínils um 6% af sölu geisladiska en í fyrra náði þetta hlutfall 27%.

Hér má sjá að aldursdreifing kaupenda vínils í Bandaríkjunum á fyrri hluta 2016 er ef til vill jafnari en halda mætti.

Gengur upp að gefa tónlist?

Stóra spurningin í fjármálaheimi tónlistarinnar um þessar mundir er hvort réttlætanlegt sé að gefa tónlist og sækja nægar tekjur með auglýsingum. 

Alþjóðasamtök tónlistarútgefenda (IFPI) áætla að þau 7% hlustenda sem greiða fyrir áskrift að streymisþjónustum skili um 79% teknanna. Fjöldi þeirra sem nýta sér streymisþjónustur eykst hratt en ekki hlutfall þeirra sem greiða fyrir þjónustuna. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir greinina.

Nánari upplýsingar um þetta má sjá í umfjöllun okkar um Spotify neðar á síðunni.

Meðfylgjandi  mynd sýnir hvaða tekjur af streymi tónlistar hafa komið undanfarin ár.

Enn einhver bið í hagnað hjá Spotify

Íslendingar þekkja tónlistarveituna Spotify vel, en hún býður upp á frítt streymi með auglýsingum og áskrift.

Enn er fyrirtækið í vaxtarfasa og þrátt fyrir auknar vinsældir skilaði Spotify enn tapi árið 2015, raunar því mesta frá stofnun. Samkeppni á streymismarkaðnum orðið harðari að undanförnu, t.d. með tilkomu Apple Music, auk þess sem Goole Play Music, Tidal, Pandora, YouTube Red og fleiri vilja sneið af þessari ört vaxandi köku.

 

Unnið af starfsfólki VÍB

Heimildir: Tilkynningar og uppgjör fyrirtækja, RIAA, IFPI, Billboard, Financial Times, Spotify, Deezer, Apple, Statista Tech Crunch, Fortune, Market Watch.

Almennur fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.