Það gerist ýmislegt utan vallar
Íslandsbanki sýnir fjármálahlið knattspyrnunnar mikinn áhuga.
Að neðan má sjá upplýsingamyndir sem unnar hafa verið vegna funda um Fjármál í fótbolta, heimsmeistaramótið í Brasilíu, Evrópumótið í Frakklandi og hin ýmsu málefni er vakið hafa áhuga okkar.
Starfsmenn Íslandsbanka svara spurningum almennings um fjármál í fótbolta í sérfræðingahorninu á fótbolta.net. Hægt er að senda fyrirspurn um fræðslu hér.
Góða skemmtun og áfram ábyrg fjármálastjórn í fótbolta!
Upptaka: Fjármál í fótbolta 2014
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, ræddi um spillingu og veðmál í fótbolta.
Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, ræddi um fjármál knattspyrnuliða og deilda.
Upptaka: Fjármál í fótbolta 2015
Framsögu flutti Nils Skutle sem var formaður Rosenborgar á gullaldarárum félagsins 1998-2011.
Auk Nils Skutle tóku Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR og Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH þátt í pallborðsumræðum.
Fjármálin á Englandi og í Skotlandi
Fjármálastjórar félaganna í efstu fjórum deildum Englands og skosku úrvalsdeildinni hafa ólíkar skoðanir á stöðu og framtíðina.
Enska úrvalsdeildin sker sig úr, enda tekjurnar bæði langmestar þar og tekjuaukninginn mest undanfarin ár. Þrátt fyrir jöfnunargreiðslur til félaganna í Championship deildinni telur einungis fjórðungur fjármálastjóra þar að fjárhagsstaðan sé mjög sterk.
Skoska úrvalsdeildin hefur gengið í gegnum miklar hremmingar frá stofnun deildarinnar árið 1998, svo sem varðandi sjónvarpssamninga og fjárhagserfiðleika fjölmargra félaga. Því þarf ekki að koma á óvart að fjármálastjórar þar í deild séu varir um sig.
Upplýsingarnar eru fengnar úr rannsókn BDO sem framkvæmd var í júní og júlí 2016.
Fleiri mola um fjármál í fótbolta má sjá fyrir neðan, við vonum að þið skemmtið ykkur við lesturinn!
Sjónvarpið skiptir öllu máli
Nýr sjónvarpssamningur ensku úrvalsdeildarinnar skilar liðunum um 70% hærri tekjum frá þarlendum áhorfendum árin 2016-2019 en síðasti þriggja ára samningur, sem var einnig um 70% hærri en fyrri samningur.
Deildin ber höfuð og herðar yfir aðrar knattspyrnudeildir og gefur enskum liðum umtalsvert fjárhagslegt forskot í alþjóðlegri samkeppni, þó deila megi um hvort frammistaðan á vellinum endurspegli þá staðreynd.
Eldri upplýsingamyndir VÍB um fjármál í fótbolta
Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandsbanki ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari.
Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.