Hver er framtíð Norðurslóða?

VÍB leggur ríka áherslu á fræðslu um málefni norðurslóða.

Á Arctic Circle ráðstefnunni haustið 2015 héldum við fund um innviðafjárfestingu í samstarfi við Norðurslóða- viðskiptaráðið og ári áður lögðum við okkar að mörkum með fræðslufundum og upplýsingamyndum.

Efni okkar um málefni norðurslóða má sjá hér að neðan.

Upplýsingamyndir frá Artic Circle

Myndband: Tækifæri á norðurslóðum (1 af 2)

Upptaka frá fyrri hluta fundar VÍB um tækifæri á norðurslóðum árið 2013.

Fundarstjóri var Martha Eiríksdóttir og erindi í fyrri hlutanum fluttu þeir Svend Hardenberg, þáverandi sveitastjóri Qaatsuitsup og núverandi ráðuneytisstjóri grænlenska forsætisráðuneytisins og Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir.

 

Myndband: Olíufundur

VÍB heldur reglulega fundi um fjárfestingar og tækifæri á Norðurslóðum.

Á fundi VÍB árið 2013 var fjallað um hvaða tækifæri bíða okkar Íslendinga í olíuleit og -vinnslu úti fyrir ströndum landsins og víðar. 

Fundinum og umræðum stýrði Martha Eiríksdóttir og erindi fluttu þeir Morten Lindbæck hjá Fondsfinans í Noregi, Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Eykon Energy og Eyjólfur Árni Rafnsson, þáverandi forstjóri Mannvits.

 

Fyrirvari vegna fræðsluefnis

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandsbanki ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.