Fræðsla og fróðleikur frá sérfræðingum

Íslandsbanki hefur á undanförnum árum tekið þátt í mörgum og fjölbreyttum verkefnum sem tengjast umfjöllun og fræðslu um fjármál. 

Við teljum mikilvægt að vekja áhuga fólks á fjármálum almennt. Ein leið er að greina fjármálahliðar hinna ýmsu geira og skyggnast bak við tjöldin í heimi íþrótta og lista.

Hér finnið þið afraksturinn, en þessar upplýsingar uppfærum við reglulega og kunnum vel að meta hugmyndir að nýjum verkefnum.

Góða skemmtun!

Hvernig byrja ég að fjárfesta?

Skemmtilegt og gagnlegt efni um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar hafist er handa við að spara og fjárfesta. Hverjar eru helstu hætturnar? Er sniðugt að fjárfesta erlendis? Hvað með fasteignir? Hvaða bækur eru góðar?

Hvernig byrja ég að fjárfesta?

Það gerist ýmislegt utan vallar

VÍB sýnir fjármálahlið knattspyrnunnar mikinn áhuga.

Að neðan má sjá upplýsingamyndir sem unnar hafa verið vegna funda um Fjármál í fótbolta, heimsmeistaramótið í Brasilíu og hin ýmsu málefni er vakið hafa áhuga starfsmanna VÍB.

Starfsmenn VÍB svara spurningum almennings um fjármál í fótbolta í sérfræðingahorninu á fótbolta.net en einnig er tekið við fyrirspurnum með tölvupósti á vib@vib.is.

Góða skemmtun og áfram ábyrg fjármálastjórn í fótbolta!

Fjármál í fótbolta

Hver er framtíð Norðurslóða?

Íslandsbanki leggur ríka áherslu á fræðslu um málefni norðurslóða.

Á Arctic Circle ráðstefnunni haustið 2015 héldum við fund um innviðafjárfestingu í samstarfi við Norðurslóða- viðskiptaráðið. Áður höfum við haldið áhugaverða fræðslufundi um olíuvinnslu og tækifæri á Grænlandi.

Framtíð Norðurslóða

Dúr eða moll?

Fjármál tónlistariðnaðarins hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár. Stafrænar dreifileiðir hafa tekið yfir markaðinn en það á enn eftir að koma í ljós hvernig tekst að nýta þær í tekjuöflun.

Fjármál í tónlistargeiranum

Hverjir standa best að vígi í körfuboltanum?

Tekjur NBA deildarinnar hafa vaxið hratt á undanförnum árum og hafa samningar leikmanna og rekstur liðanna tekið töluverðum breytingum.

Við skoðum það helsta á upplýsingasíðu okkar um fjármál NBA.

Fjármál NBA

Fjármálahlið tónlistar og myndlistar

Íslenskt menningarlíf er í miklum blóma og er orðin dýrmæt útflutningsvara.

Við höfum sýnt fjármálahlið tónlistar og myndlistar mikinn áhuga og munum halda áfram að varpa ljósi á hana með áhugaverðum  fræðslufundum og upplýsingamyndum.

Menning og fjármál

Það er svo dýrt að halda þessi jól

Hversu miklu ætla Íslendingar að eyða þessi jólin? En Norðmenn? Hvaða jólamyndir hafa þénað mest vestanhafs?

Við skoðum fjármálahlið jólahátíðarinnar í þessari skemmtilegu samantekt.

FJÁRMÁL JÓLANNA

Fyrirvari vegna fræðsluefnis

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandsbanki ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.