Fylgstu með

Greining Íslandsbanka leitast við að draga fram mikilvægustu fréttir af mörkuðum og leggja mat á þýðingu þeirra eftir því sem efni og aðstæður þykja gefa tilefni til.

Í daglegu Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka er fjallað um horfur og helstu tíðindi á innlendum og erlendum mörkuðum.

Skráðu þig á póstlista Morgunkorns Greiningar í forminu á síðunni.

Póstlisti Morgunkorns Greiningar

Spáum óbreyttum stýrivöxtum 20. mars

Við spáum óbreyttum stýrivöxtum við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans, sem kynnt verður þann 20. mars næstkomandi. Meginvextir bankans verða samkvæmt því áfram 4,50%.

Myndarlegur hagvöxtur 2018 þrátt fyrir blikur á lofti

Myndarlegan hagvöxt á árinu 2018 má að miklu leyti þakka því að innflutningur jókst nánast ekkert á milli ára. Skýr merki eru um að umsvif í hagkerfinu hafi aukist minna eftir því sem leið á nýliðið ár.

Verðbólga hjaðnar þvert á spár

Horfur eru að verðbólga verði áfram um og yfir 3% næsta kastið en haldist þó undir 4% þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans.

Lægri tekjur í orlofi

​Feður taka sífellt styttra fæðingarorlof. Fjórðungur þeirra afþakkaði töku orlofs með öllu árið 2017 samanborið við einungis 10% áratug fyrr.
Fyrirvari vegna efnis frá greiningu

Efni frá Greiningu er unnið af starfsmönnum Greiningardeildar Íslandsbanka. Fyrirvara vegna efnis frá Greiningu má finna hér.