Hvað lesa sérfræðingarnir?

Allir lesa er landsleikur í lestri þar sem hópar af öllum stærðum og gerðum geta látið ljós sitt skína með bók í hönd. Markmiðið er að auka lestur, óháð tegund bókmennta eða formi þeirra.

VÍB hvetur til aukins lestrar og leggur sitt á vogaskálarnar með lista yfir fjármálabækur sem áhugavert fólk úr öllum áttum mælir sérstaklega með.

Hvaða bók langar þig að lesa?

Vertu með og skráðu þig til leiks á vefsíðu Allir lesa

Almar Guðmundsson

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Confessions of a Wall Street Analyst

Frábær lýsing á hraða hlutabréfamarkaðarins.

Andrés Jónsson

Almannatengill

Creating Value Through Corporate Restructuring

Gjörbreytti með hvaða augum ég horfi á fjárfestingar og fyrirtækjarekstur.

Ársæll Valfells

Lektor við viðskiptafræðideild HÍ

The (Mis)behaviour of Markets

Hér er á ferð ein mikilvægasta bók sem hefur komið fram á síðustu árum.

Ásta Rut Jónasdóttir

Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Cross-Cultural Business Behavior

Farið er yfir „Do and dont´s“ í alþjóðlegum viðskiptum.

Baldur Thorlacius

Eftirlitsssviði Nasdaq Iceland

Don't Blame the Shorts

Áhugaverður lestur með hliðsjón af umræðunni sem fór fram á Íslandi í aðdraganda hrunsins.

Björgvin Ingi Ólafsson

Framkvæmdastjóri Viðskipta og þróunar Íslandsbanka

Creativity, Inc.

Frábær bók, full af eldmóð frumkvöðuls og stjórnvisku reynds leiðtoga.

Björn Brynjúlfur Björnsson

Fyrrum hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

A Random Walk Down Wall Street

Skemmtileg og auðskiljanleg bók sem á sama tíma er afar upplýsandi.
Fyrirvari vegna fræðsluefnis

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Íslandsbanki ber enga ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðu þessari.

Íslandsbanki ábyrgist ekki nákvæmni, áreiðanleika né réttmæti upplýsinga sem upprunnar eru frá þriðja aðila.