Valmynd

Kennsluhættir fyrir meistara framtíðarinnar!

Staðsetning: Útibúi Íslandsbanka í Norðurturni við Smáralind

Tímasetning: Laugardaginn 15. febrúar kl. 19:30-20:30

Hvernig nýtast spjaldtölvur og smáforrit í kennslu og hvernig undirbúum við börnin okkar undir framtíðina?

Georg og klukkan er þriðja appið sem Íslandsbanki gefur út fyrir yngstu kynslóðina og af því tilefni verður haldinn opinn fræðslufundur í útibúi Íslandsbanka í Norðurturni (Hagasmára 3) þar sem menntun og tækni er í forgrunni.

Á fundinum verða eftirfarandi erindi:

  • Björn Gunnlaugsson verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar grunnskóla í Kópavogi segir frá átaki í breyttum kennsluháttum í grunnskólum Kópavogs, þar sem allir nemendur á mið- og unglingastigi í grunnskólum bæjarins hafa fengið spjaldtölvu til afnota í skólanum.
  • Birna Halldórsdóttir Ráðgjafi og vottaður LEGO SERIOUS PLAY leiðbeinandi talar um 4. iðnbyltinguna og hvernig störf og hæfni starfsmanna eru að breytast. Birna sat í stjórn alþjóðlega skólans í Billund og mun út frá þeirri reynslu fjalla um hvernig skólakerfið getur undirbúið börnin okkar undir framtíðina.
  • Árni Þór Jóhannesson hefur forritað öll Georgs öppin og segir frá vinnunni á bakvið gerð þeirra. Hann mun síðan kynna Georg og klukkan sem er nýjasta appið frá Íslandsbanka og er ætlað að hjálpa krökkum að læra á klukku.

Fundarstjóri er Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka.

Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.