Hvaða leið hentar þér?

Veldu þá fjárfestingarleið sem hentar best miðað við þínar aðstæður og þarfir. Þegar fjárfestingarleið er valin skiptir máli hvort verið sé að safna fyrir efri árin eða hvort nýta eigi skattfrjáls úrræði Ríkisstjórnarinnar um að greiða inn á húsnæðislán eða safna fyrir íbúðarkaupum.

Hægt er að velja Ævileið þar sem iðgjöld og inneign færist sjálfkrafa á milli fjárfestingarleiða eftir því sem þú eldist og draga þannig úr áhættu þegar nær dregur eftirlaunum. Ef þú vilt frekar velja leið óháð aldri getur þú valið stakar leiðir.

Ráðgjafar okkar geta aðstoðað þig við val á fjárfestingarleið.

Hefja séreignarsparnað

Ævileið

Ævileið hentar þeim sem vilja ávaxta séreignarsparnað sinn eftir aldri og minnka áhættu og sveiflur eftir því sem nær dregur eftirlaunum. Ef þú velur Ævileið flyst inneign sjálfkrafa eftir aldri á milli fjárfestingaleiða. Inneign er flutt í jöfnum skrefum á fjórum árum og er nýjum iðgjöldum ráðstafað í þá fjárfestingarleið sem inneign flyst í.

 • Séreignarsparnaðurinn ávaxtast eftir aldri og minnkar áhætta eftir því sem nær dregur eftirlaunum
 • Iðgjöld og inneign færist sjálfkrafa á milli fjárfestingaleiða eftir aldri
 • Enginn kostnaður við flutning á milli leiða
 • Sérfræðingar vakta tækifæri á markaði
 • Skattalegt hagræði
Í Ævileið færist inneign á milli Stýringarleiða D til A eftir aldri, sjá meðfylgjandi töflu. Einnig er hægt að lesa nánar um stýringarleiðir.
EignarflokkurStýring D
(fyrir 16-44 ára)
Stýring C
(fyrir 45-54 ára)
Stýring B
(fyrir 55-64 ára)
Stýring A
(fyrir 65 ára og eldri)
Innlán í bönkum og sparisjóðum0-12%0-16%0-18%0-20%
Ríkisskuldabréf og skbr.m/ríkisábyrgð20-80%35-90%45-100%50-100%
Skuldabréf bæjar og sveitarfélaga0-15%0-20%0-20%0-20%
Hlutabréf20-60%10-35%0-20%0%
Önnur verðbréf0-45%0-45%0-35,5%0-32,5%

Við vekjum athygli á því að fjárfestingarstefnu, upplýsingarblað hverrar stýringarleiðar og reglur um Framtíðarauð VÍB má nálgast undir hverri stýringarleið.

Hlutfallstölur sýna fjárfestingarheimildir fjárfestingarleiða samkvæmt fjárfestingarstefnu. Önnur verðbréf eru fasteignaveðtryggð skuldabréf, skuldabréf og víxlar banka, sparisjóða og annarra lánastofnana, skuldabréf fyrirtækja og hlutdeildaskírteini sjóða um sameiginlega fjárfestingu.

Stuðningur við fyrstu kaup

Skattfrjálst úrræði fyrir þá sem stefna á sín fyrstu fasteignakaup.
Gildir fyrir samfellt 10 ára tímabil

Þann 1. júlí 2017 tóku gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Heimilt er að taka út séreignarsparnað skattfrjálst annað hvort til fasteignakaupa eða til að greiða inn á fasteignalán. Hver og einn getur nýtt úrræðið í 10 ár. Úrræðinu er ætlað að styðja við þá sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign.

Úrræðið skiptist í þrjár leiðir og velja má á milli og blanda saman: .

 1. Sparnaðarleið – safnað fyrir útborgun
  - taka út séreignarsparnað skattfrjálst til kaupa á fyrstu íbúð.
 2. Höfuðstólsleið – regluleg innborgun á höfuðstól
  - ráðstafa iðgjaldi inn á höfuðstól láns sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð.
 3. Blönduð leið – innborgun og lækkun greiðslubyrði á óverðtryggðu láni
  - ráðstafa iðgjaldi sem afborgun inn á óverðtryggt lán, sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, og sem greiðslu inn á höfuðstól þess.

Ef blönduð leið er valin fer iðgjaldið fyrstu 12 mánuðina að fullu til greiðslu reglulegrar afborgana og vaxta á óverðtryggðu húsnæðisláni en það hlutfall lækkar svo um 10% á ári en hlutfall til greiðslu inn á höfuðstól lánsins hækkar á móti. Umsækjandi velur upphafsdag hins samfellda tíu ára tímabils.

 • Hámarks heimild á einstakling er kr. 500.000 á 12 mánaða tímabili
 • Hámarks heimild fyrir par er kr. 1.000.000 á 12 mánaða tímabili
 • Heimilt er að nýta það sem viðkomandi hefur safnað í séreignarsparnað frá 30. júní 2014
 • Hámarks heimild er 2% frá launagreiðanda og 4% af eigin iðgjaldi
 • Skilyrði úttektar á séreignarsparnaði er að rétthafi hafi ekki áður átt íbúð
 • Skilyrði að lánið veiti rétt til vaxtabóta og sé sannarlega húsnæðislán
 • Viðkomandi þarf að vera skráður fyrir að minnsta kosti 30% í fasteigninni
 • Umsókn er rafræn á þjónustuvef ríkisskattstjóra
 • Nánari upplýsingar um úrræðið er að finna á vefsíðu ríkisskattsstjóra.

Þetta 10 ára samfellda tímabil getur byrjað að líða t.d.15 árum eftir að viðkomandi byrjar að leggja fyrir í séreignarsparnað. Heimilt er að nýta t.d. 5 ára uppsafnaðan séreignarsparnað til útborgunar og næstu 5 árin má þá nýta sem innborgun á húsnæðislán, svo lengi sem um samfellt 10 ára tímabil er að ræða.

Ákjósanleg fjárfestingarleið

Flestir þeir sem ætla að nýta inneign í séreignarsparnaði til húsnæðiskaupa kjósa litlar sveiflur. Húsnæðisleið getur hentað ef kaupin eiga sér stað eftir 1 ár eða lengur og Óverðtryggður lífeyrisreikningur ef kaupin eru líkleg til að eiga sér stað innan árs. Mikilvægt er að skoða hvaða leið hentar út frá ráðlögðum fjárfestingartíma og hvenær fyrirhugað er að kaupa íbúðina.

Mikilvægt er að endurskoða fjárfestingarleið þegar heimild til úttektar hefur verið nýtt.

Séreign inn á lán

Skattfrjálst úrræði fyrir þá sem eiga fasteign
Gildistími 30. júní 2014 til 30. júní 2019

Heimild til að greiða séreignarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán hefur verið framlengd um tvö ár eða fram til 30. júní 2019 en upphaflega heimildin var frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.

Heimilt er upp að vissu hámarki að ráðstafa greiddum séreignarsparnaði til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin voru vegna öflunar (kaupa eða byggingar) íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Ákjósanleg fjárfestingarleið

Flestir þeir sem ráðstafa iðgjöldum sínum inn á lán kjósa litlar sveiflur og því er Óverðtryggður Lífeyrisreikningur góður kostur. Mikilvægt er að endurskoða fjárfestingarleið um leið og úrræðinu lýkur.

 

Ávöxtun

Hér sérðu yfirlit yfir nafnávöxtun á öllum fjárfestingarleiðum Framtíðarauðs. Við minnum á að árangur í fortíð er ekki ávísun á árangur í framtíð.

Stakar leiðir

Hér sérðu yfirlit yfir allar fjárfestingaleiðir sem hægt er að velja hjá Íslandsbanka.

Stýring D
fjárfestingartími: 5 ár+
1.649,50
-1,70  (-0,10%)
Gengi 21.05.2019
Ævileið (16-44 ára)

Stýring D hentar þeim sem þola nokkrar sveiflur í ávöxtun á séreignarsparnaði sínum, til dæmis þeim sem eru nýir á vinnumarkaði og eiga mikið eftir af starfsævi sinni eða þeim sem vilja aukið vægi hlutabréfa. Leiðin fjárfestir með dreifðum hætti í skuldabréfum, hlutabréfum og innlánum.

Nafnávöxtun
Erlend verðbréf
fjárfestingartími: 5 ár+
1.484,50
-3,90  (-0,26%)
Gengi 21.05.2019

Erlend verðbréf hentar þeim sem eru nýir á vinnumarkaði og eiga talsvert eða mikið eftir af starfsævi sinni. Þá hentar þessi leið virkum fjárfestum sem þola miklar sveiflur á séreignarsparnaði sínum. Leiðin hentar þeim sem vilja einungis fjárfesta í erlendri mynt. Leiðin fjárfestir með dreifðum hætti í skuldabréfum og hlutabréfum.

Nafnávöxtun
Almennur fyrirvari séreignarsparnaðar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Virði þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarleiðir heimila fjárfestingar í erlendum fjármálagerningum og fjárfestar skulu hafa í huga áhættu af alþjóðlegum fjárfestingum, sveiflum á gengi gjaldmiðla og aðra mögulega áhættuþætti sem slíkum fjárfestingum fylgir.

Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti og þjónustu sem í boði er. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér fjárfestingarstefnu mismunandi fjárfestingarleiða og reglur séreignarsparnaðar Íslandsbanka sem finna má á www.vib.is.

Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu.

Gengisþróun og ávöxtun

Ávöxtun fjárfestingarleiða undir einu ári er ekki reiknuð á ársgrundvelli heldur er um gengisbreytingu að ræða. Nafnávöxtun fjárfestingarleiða yfir lengri tímabil en eitt ár er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Uppreikningur ávöxtunar fjárfestingarleiðar miðast við síðasta skráða gengi. Ávöxtun er reiknuð í grunnmynt viðkomandi fjárfestingarleiðar.

Skattafyrirvari

Vakin skal athygli á því að skattmeðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni. Um erlenda aðila gilda reglur þess ríkis sem viðkomandi hefur skattalegt heimilisfesti í. Fjárfestum er ráðlagt að leita sér ráðgjafar og/eða upplýsinga um skattaleg áhrif af fjárfestingum.