Fylgstu með

Greining Íslandsbanka leitast við að draga fram mikilvægustu fréttir af mörkuðum og leggja mat á þýðingu þeirra eftir því sem efni og aðstæður þykja gefa tilefni til.

Í daglegu Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka er fjallað um horfur og helstu tíðindi á innlendum og erlendum mörkuðum.

Skráðu þig á póstlista Morgunkorns Greiningar í forminu á síðunni.

Póstlisti Morgunkorns Greiningar

Tvö þúsund milljarða króna verðmætaaukning húsnæðiseigenda

Frá árinu 2010 hefur hækkandi húsnæðisverð aukið eigið fé landsmanna sem bundið er í húsnæðiseign um rúmlega 2.050 milljarða króna umfram verðbólgu á tímabilinu. Til þess að setja þessa fjárhæð í samhengi er hún sambærileg og heildarskuldir allra heimila landsins.

Meiri töggur í hagsveiflunni en útlit var fyrir?

​Útlit er fyrir að hagvöxtur í ár verði meiri en við áttum von á. Meiri þróttur hefur reynst í einkaneyslu það sem af er ári en útlit var fyrir, auk þess sem utanríkisviðskipti hafa þróast með fremur hagfelldum hætti upp á síðkastið. Hagvöxtur gæti því reynst svipaður í ár en hann var í fyrra.
Fyrirvari vegna efnis frá greiningu

Efni frá Greiningu er unnið af starfsmönnum Greiningardeildar Íslandsbanka. Fyrirvara vegna efnis frá Greiningu má finna hér.